Heimir - 01.02.1911, Blaðsíða 9

Heimir - 01.02.1911, Blaðsíða 9
H E I M I R 129 í Meadville Pa. var nýlega haldinn trúmálafundur, sem stóð yfir finim daga. Fundurinn var haldinn undir umsjón guð- fræöisskólans þar, sem er únftarísk stofnun, og mál þau sem rædd voru, voru trúarbrögð og mentun, og trúarbrögöin og mann- félagsumbætur. Sumir hinna aðfengnu ræöumanna eru 'nafn- kendir menn í Bandaríkjunum svo sem W. H. P. Faunce forstööumaöur Brown háskólans í Providence R. I., Séra Washington Gladden frá Colurnbus O. og séra John Haynes Holmes frá New York. En þaö sem inest af öllu einkendi fundinn var, aö fólk af öörum trúflokkum, meþódistar og presbýterar tóku höndum saman viö únítara meö aö láta fundinn koma aö sem mestum notutn fyrir alla. Er þaö gleöilegur vottur þess aö trúarþröngsýnið og óvildin gegn þeim, sem lengra ganga í frjálslyndisáttina er aö smá hverfa á meöal fólks, sem nefnir sig rétttrúað. Baráttan gegn lávarða valdinu heldur áfram á Bretlandi. Stjórnin hefir eindregið fvlgi meiri hlutans í neöri málstofunni f því rnáli; bæði verkamannaflokkurinn og írski flokkurinn leggja frjálslynda flokknum liö. En í efri málstofunni eru lávarðarnir viðbúnir að verja forréttindi sín. Ymsum getum er leitt uui, hvað stjórnin muni taka til bragös, ef lávarðarnir enn á ný neita að samþvkkja valdsskerðingarfrumvarp henna-r. En sagt er að hún vilji hafa málið útkljáö áöur en konungskrýningin fer fram í vor. Frjálsari verzlun á milli Kanada og Bandaríkjanna en veriö hefir, meö afnátni ýinsra tolla, er mál, sem sætir mikilli eftirtekt nú sem stendur. Meiri hluti þjóðanna er því efalaust samþykk- ur aö verzlunarviðskifti verði greiðari, en allmiklum móttnælum hefir það þó sætt beggja megin landamæranna. Á Englandi kváöu sum blöðin líta svo á aö Kanada sé að fjarlægjast England. í Kína geysar bæði hungtirsneið og kýlapestin, sem hvað eftir annað gerir vart við sig í Austurálfunni. Hungursneyðin stafar af uppskerubresti í einu héraði, og þarf mikla utan að

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.