Heimir - 01.02.1911, Blaðsíða 20

Heimir - 01.02.1911, Blaðsíða 20
H F. I M I R 1:40 svið blöö ættu aö hafa. Lílcti hánn þeim við viðskiftaskóla (Corresponding Schools), og ættu þau að leitast við að fræða almenning um alt er mannfélaginu viðkæmi. Ábyrgð áleit hann að ritstjórar bæru á öllu er í blöðum þeirra kæmi, nema því að eins að þeir auglýstu það jafnframt að þeir væru ekki samdóma efni þessarar eða hinnar greinar eða auglýsingar er blað þeirra flytti. Skrurn auglýsingar áleit ræðumaður að blöð ættu aldrei að flytja mótrnælalaust. Öllum skoðunum manna áleit hann að leyfa ætti upptöku í blöðin og gera þar engan greinarmun. Því blöðin væru almanna eign og þessar skoðanir ættu sér stað hjá almenningi, hvort sem þær fengju að kotna á prent eða ekki. En mótmæla áleit hann að ritstjórar ættu öllum þeim kenning- um, er þeir álitu að einhverju leyti skaðlegar. Seint í Janúar mánuði (21) fór undirritaður, snöggva ferð vestur til íslenzku-nýlendunnar í Alberta, ásaint herra Eggert Jóhannssyni, fyrverandi ritstjóra Heimskringlu, er fór í kynnisför. til vina-og ættingja í Alberta og vestur á strönd. Viðdvölin var stutt, rúm vika. Er það í fyrstaskifti frá því að byggðin hófst rm í rúm tuttugu ár að bygðarmenn höföu verið ónáðaðir af erindsrekum Únítarískra mála. Var erindi mínu tekið mæta vel og voru margir viðstaddir messu er ég flutti Sunnudaginn þann 29 s. m. a,ð Markerville. Léðu fulltrúar Lutherska safnaðins kyrkju sína við það tækifæri, voru þeir þar allir viðstaddir, að mér var sagt. Kyrkjan er mikið snoturt hús en ekki alveg full smíðuð, og hvílir nokkur skuld á henni enn. Veður var ekki hið ákjósanlegast tímann sem ég dvaldi byggðinni, fór ég því ekki eins mikið um sem annars mundi; kom þó, fyrir tilhjálp herra G. S. Grímssonar er ók rneð mig um byffgöina, á þessi heimiii: lCristins Kristinssonar, Stepháns G. Stephánssonar, Guðin. Þorlákssonar, Guðm. Stephánssonar verzlunarmanns í Markerville og félaga hans Jóns Benediktsonar, séra Péturs Iijálmssonar, Péturs Gíslasonar, Jóhans Björnssonar, á Tindastól og Baldurs Stephánssonar. Hjá þeim fyrst töldu hélt ég lengst til, en nótt var ég hjá Grími og Jóhanni. Enn-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.