Heimir - 01.02.1911, Blaðsíða 16

Heimir - 01.02.1911, Blaðsíða 16
H E I M I R 136 vitum að allir menn séu dauölegir meö svo mikilli vissu, aö það sé rétt og óhjákvæmlegt að álykta um hvern einstakan liiandi mann, að hann sé dauðlegur, þá er ekkert svar möguiegt nema það, að vér vitum þaö af því aö reynzlan sýni, að allir menn, sem lifaö hafa í heiminum hafidáiö. Vér vitum aö staðhæfingin er sönn vegna þess að staðreyndirnar hafa sífelt veriö á einn veg, þær hafa myndað þennan alrnenna sannleika, sem má gera að grundvelli annars sannleika, sem ekki er enn korninn fram. Vér getnnr ekki verið vissir um aö nokkur staðhæfing sé óhrekjandi, neina aö hún byggist, þegar aö ergætt, á áreiöanlegum og endur- teknum staðreyndum. Allar niöurstöður, sem menn komast að, í hvaða máli ssm er, allar sannfæringar sern rnenn eiga, eru afleiöingar röksemda- færslu. Röksemdaríærslan bjrjar einhverstaöar, þar sem hugurinn getur eins og náö áreiöanlegri fótfestu. En nrjög mikiö er undir því komið hver fótfestan er. Sumir hugir láta sér nægja fótfestur, sem aörir eru ekki ánægðir meö; sumir krefjast viðtekinna sanninda, þar sem aftur á móti aðrir krefjast að alt sé skoöað niður í kjölinn áður en nokknö er á því bygt. Þaö er í mismun þessara hugsana aðferða sem mismunur skoð- ananna og ályktananna byrjar- Tveir menn meö samskonar skilningi og svipaðri þekkingu geta þar af leiðandi komist að alveg gagnstæöuin niðurstöðum um sama efni og báöir hugsað rökrétt; þeir nálgast þaö frá tveimur ólíkum hliöum. Eins og allir vita er þaö vísinda aöferöin aö byggja á engu nema stað- reyndum, að láta hverja síðustu niðurstööu og hvern alrnennan sannleik, sem ályktanir eru dregnar af, grundvallast á endur- tekningu reynzlusannindanna, þessi aðferð, eins og gefur að skilja, nær miklu lengra en til vísindanna í þrengra. skilningi, sem eru lýsingar skynjanlegra hluta, hún nær til heimspekis—og trúarskoðana og hverra annara skoðana, sem menn hafa. Hún á við hugsanalífiö í heilð sinni og henni verður alstaðar beitt.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.