Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 12
6 Fr. Nielsen:
hafa konur, ekki síður en karla, í kennimanns-
stöðu.
fetta, að hjálpræðisherinn svo eindregið held-
ur fram »the female ministry»(kvennlegum prestskap)
er eitt með öðru því, er stutt hefir að því, að
hann næði að útbreiðast. í öllum leiðangri hjálp-
ræðishersins hefir kvennfólkið með kenningum sín-
um miklu afkastað. Bæði er það, að þær hafa
boðið af sér góðan þokka, þær hafa og ekki legið
á tilfinningum sínum, og einmitt fyrir það hrifið
aðra með sér, svo að þær jafnvel hafa komið tár-
unum út á götnlum, gallhörðum syndaselum, er
ekki mundu hafa annað gjört en hróp og háð að
heitingum iðrunarpostula meþódista um helvíti og
eilífan eld. Og þetta, að hjálpræðisherinn hvikar
ekki við, að halda fram kvennfrelsishugmyndinni
svo langt, sem hún verður lengst rakin, þetta hefir
vakið vinsældir hans víða, þar sem menn alls ekki
hafa hirt um fagnaðarboðskap þann, sem þessir kvenn-
kynjuðu kennimenn prédika. Hjálpræðisherinn ber
vott um það, að meþódistar og kvennfrelsismenn
hafa að nokkru leyti gengið í fóstbræðralag. Sú
grein meþódistanna, sem fjarlægust var því, að
vilja með Wesley aðhyllast biskupsstjórnarfyrir-
komulagið á kirkjunni, hefir í hjálpræðishernum
skýrt lýst því yfir, að hún samsinnir að einu og
öllu þau orð postulans : »1 Kristi Jesú er enginn
.greinarmunur á lcarli og konu». það er alls ekki
ósennilegt, þegar að því kemur, að kvennfrelsis-
málið kemur til úrslita, að þá kunni hjálpræðis-
herinn að ríða af baggamuninn.
En það er annað mikilsvert mál, er varðar