Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 83
Camillo Cavour.
77
• Cavour ætlaði Napóleoni keisara III. svo mik-
ið hlutverk í frelsisstríði Itala, að hanii varð að
kosta alls kapps um að laða hann að sjer, og að
bægja öllu því frá, er gert gæti keisarann fráhverf-
an ítölum. J>á varð það, í janúarmánuði 1858, að
keisara var veitt banatilræði; var sprengikúlum
varpað að vagni hans ; særðust 150 manna afpeim,
er nærstaddir voru, en keisarann sakaði alls ekki,
og þótti furðu gegna. frumhlaupi þessu stýrði
Orsini, ítalskur maður. »J>arna eru afleiðingarnar
af ráðabreytni. Cavours», æptu apturhaldsmennirn-
ir ; í hinn sama streng tóku og vildarmenn keis-
arans, er litlir voru vinir Italíu. Mátti Cavour
bviast við, að tilræði þetta mundi liið versta af sjer
leiða um hans mál. En fjandmönnum Italíu varð
ekki kápau úr því ldæðinu ; það fór allt á aunan
veg, og bar til þess drenglyndi Orsinis, er ljóst
varð, meðan hann sat í fangelsi, og hugrekki hans,
er hann var til höggs leiddur. Honum hafði farið,
sem svo mörgum Itölum öðrum, er hörmungar íta-
líu höfðu til launvíganna leitt. Ilann hafði ímynd-
að sjer, að þegar er keisarinn væri frá, þá mundu
Erakkar lýðveldi stofna og rjúka á stað til þe'ss
að veita Itölum lið. |>ví hafði hann í óhæfu þessa
ráðizt. A meðan hann sat í fangelsi, ritaði hann
Napóleoni keisara brjef og sendi honum ; af því
brjefi varð það ljóst, að tilræðið var ekki af víga-
hug stofnað, heldur því, að hann hafði ætlað, að
það mundi ættjörðu sinni að gagni verða. Hann
særir keisarann um að veita ítölum fulltingi sitt
til frelsis, biður hann að minnsta kosti að gerast
ekki andvígur þeim. »Gleymið þvf ekki», segir