Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 137
Dáleiðsla og svefngöngur. !ol
bind eg fyrir augun á henni ; hún heldur eigi að
RÍður áfram, og tekst henni að leggja hverja tœtlu
á sinn rétta stað með því að smáþreifa fyrir sér.
Meðan hún er þannig, að hundið er fyrir augun á
henni, gef eg einum af þeim, sem við eru staddir,
bendingu um, að hann skuli taka eina eða fleiri
af tætlunum. Við það verður bún brútt óróleg og
þykir fyrir. Hún fer að leggja miðann aptur sam-
an, og allt í einu verður hún á svipinn eins og
hún sé orðin óð; hún rýkur eins og flagð á þann,
sem tekið hefir miðatætlurnar, og er þangað til að
orga og lemja hann, að hún nær aptur í þær. Ef
hann hefir farið út úr herberginu, þá rekur hún
spor hans, þangað til hún 'finnur hann, og er það
ilmanin, sem ávallt leiðbeinir henni.
Onnur tilraun var í því fólgiu, að eg lagði á
rúmið hjá henni ýmsa muni, glófa, lykla, vasabók,
peninga, sein sitt átti hver þeirra manna, sem við
voru staddir, og bað hana svo að afhenda hverjum
sitt. Hún þefaði nú af hverjum fyrir sig, stóð við
frammi fyrir liverjum einum, og þefaði af honum,
og afhenti hverjum sitt, svo að ekki bar út af.
Ef þeir voru ekki allir viðstaddir, er munina áttu,
þá geymdi hún þá, þangað til eigendurnir komu.
Stundum tókst þetta ekki allt af eins vel fyrir
henni ; því það bar .við, að hún geymdi muni, þótt
eigendurnir væri viðstaddir ; og ef það var margt,
sem hún átti að standa skil á, þá kom það einnig
fyrir, að hún fór eigenda villt. J>ví betur sem
hún þekkti þá, sem við var að eiga, því betur
tókust tiiraunirnar, sem ekki máttu standa of
9*