Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 82
76
Johan Ottosen :
þess; en mjer er ókunnugt um hina aðra lands-
hluta ítah'u, og veit ekki hvort menn eru þar við
þessu stórræði búnir. En gætið vel að því, að
enginn af mínum pólitisku vinum heldur, að slíkt
megi verða. þið megið ekki láta liið minnsta á
þvi bera, er okkur fer á milli; það mundi verða
mjer til hins mesta tjóns, og málefni því er við
berjumst fyrir. Komið til mín svo opt sem yður
sýnist, en á náttarþeli; enginn má sjá það, og
enginn af því vita. Ef erindrekar hinna annara
ríkja spyrja mig, eða ef það verður gert á þinginu,
þá afneita jeg ykkur, eins og Pjetur afneitaði Kristi,
og segi: Jeg þekki yður ekki».
Eptir þetta kom Earina á fund Cavours ná-
lega á hverri nóttu í 4 ár samfleytt, án þess . að
nánustu vinir hans vissu hið minnsta af. Af þessu
má ráða, hversu vandfarið Cavour var, og staða
hans óhæg. Hann ráðgaðist um við leiðtoga bylt-
ingamannanna, en taldi jafnframt stjórnarmönnum
Európu trú um, að á byltingUm öllum hefði hann
hina mestu óbeit. Hann áleit það hina mestu ó-
færu, að ætla sjer að reka Austurríkismenn burt
af Italíu án liðveizlu Frakka ; því samdi hann við
Napóleon keisara um að miðla af landi við hann
tveimur fylkjum af ríki Sardiníukonungs. En örð-
ugast varð honuin þó að eiga við þingið, það er
að segja: að fá veitt afarmikið fje ár eptir ár.
En þótt Cavour væri jafnan í vanda staddur, og
yrði að gæta sín jafnt fyrir hættulegum vinum og
leynilegum fjandmönnum, óstýrilátum byltinga-
mönnum og heiptúðugum og innviða svörtum
klerkalýð, þá ljet hann þó aldrei hugfallast.