Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 50
44
Fr. Nielsen:
ina ; hún er rétt, að eina nefnd á nafn, þar sem
talað er um skírnina. það lýsir sér hvergi glögg-
ara, livað náskyldur hjálpræðislierinn er reformer-
uðum, eða enda enn frekari trúarvinglsmönnum,
heldur en í skiluing hans á sakramentunum. Ein
spurningin í fræðakverinu er þessi : »Skoðar her-
inn skírnina sem skyldu, er menn liljóti að upp-
fylla ?» Svar : »f>ví fer fjarri! herinn heldur því
fram, að það sé ekki nema ein skírn, er nauðsyn-
leg sé til hjálpræðis, og það er skírnin af anda».
»En var þá ekki vatnsskírnin æði-algengur siður
hjá kristnum mönnum i fyrridaga?» »Jú ; en það
var umskurnin einnig, sömuleiðis sá siður að raka
höfuðið, fótaþvotturinn, og margir aðrir gyðinglegir
siðir ; en það var aldrei til þess ætlað, að þeir ætti
að vora bindandi fyrir breytni vora eða samvizku».
Hjálpræðisherinn, er leggur svo mikla áherzlu á
orð Krist8 um það, að prédika evangelíum allri
skepnu (Mark. 16, 15.), gleymir alveg orðum þeim,
er Jesús mælti að skilnaði við lærisveina sína, þar
sem hann býður þeim að gera allar þjóðir að sín-
um lærisveinum fyrir skírn í nafni föður, sonar og
heilags anda (Matth. 28, 19.). Og þá er kveld-
máltíðinni ekki gert hærra undir höfði. Ein af
spurningunum í fræðunum er : »Hvað kennir her-
inn um kveldmáltíð drottins ?» Svar : »Ef slíkur
siður getur styrkt hermennina í trúnni, þá viljum
vér ráða til að hafa hann». Og enn fremur er
spurt: »Stendur kveldmáltíðin liðum lijálpræðis-
hersins á miklu, eða er hún þeim hjálpræðismeðal?*
Svar: »Nei, alls ekki. þ>að eina, sem er verulegt
hjálpræðisskilyrði, er heilög breytni, og sú opin-