Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 85
Camillo Cavour.
79
öll Italía vera eitt ríkjasamband og páfinn forseti
þess — að nafninu til; sjálfur ætlaði keisarinn sjer
að hafa tögl og hagldir. Bandamaður Cavours var
þannig viðsjárverður ; þó að Cavour vissi ekki út
í æsar urn fyrirætlanir hans, þá var honum það
samt fyllilega ljóst, að keisari mundi þess fús, að
veita honum að því að reka Austurríkismenn burtu,
en alls ekki að því að gera Italíu alla að einu ríki.
Beyndi hann á allar lundir að efia ltalíu sem mest
til þess að geta einnig spornað við ráðum Napóle-
ons. Farina og hann voru mestu mátar, og því
gat Cavour ráðið aðförum byltingamanna. Earina
kom einnig þeim Cavour og Garibaldi saman. Vet-
urinn 1858 var það einn morgun, að Cavour var
sagt, að maður nokkur, kynlegur ritlits, með staf
mikinn 1 hendi, væri fyrir dyrum úti, og vildi við
hann mæla ; ekki vildi komumaður segja til nafns
síns; Cavour ljot hann leyfa honum inngöngu.
þetta var Garibaldi. Sat Cavour lengi á tali við
hann. ] þetta sinn gat Cavour sannfært Garibaldi
um, að ekki væri til neins að byrja á smá-upp-
reistum hingað og þangað. Cavour vildi ekki, að
sjálfboðar þeir, er þúsundum saman hlypu undir
nierki hinnar þjóðfrægu hetju, skyldi láta lífið í
vanhugsuðum uppreistartilraunum; þótti honum
ráði nær, að þeir skipuðu fylkingu sjer og berðist
nieð lier Sardiníukonungs, þegar frelsistríðið yrði
hafið. Garibaldi var liinn eptirlátasti við Cavour,
og lofaði honum öllu fögru. Ættjarðarástin mátti
síu nú meira hjá hinum gamla lausaliða-for-
ingja en tortryggni' hans við konunga og stjórn-
vitringa. Til Earina skrifaði hann: »Með grát-