Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 27
21
Hjálpræðisherinn.
í kapp við aðra. jparna fór nii hjálpræðisherinö
&ð reyna, hvað sér yrði ágengt með það, að boða
ókristnum mönnum trú. Aðferðina hefir hann haft
alla hina sömu sem í Európu. Hjálpræðisherinn
gerir eDgan mun á mönnum, sem að eins að nafn-
inu til eru kristnir (t. a. m. skírðir), og Hindúum
eða Múhameðstrúarmönnum, er aldrei hafa heyrt
Krist nefndan á nafn. Trúarboðunin er hjá þeim
kin sama, hvort sem hún er með kristnum eða ó-
kristnum.
Dag einn árið 1882 kom maður einn, er Tucker
heitir, að máli við Booth ; þessi Tucker hafði haft
einhverja sýslan á Indlandi, en hafði gert sér ferð
til Englands, til þess að fá greinilegar sögur um
hjálpræðisherinn, er hann hafði fengið einhverja
vitneskju um í blaðinu »The war cry». þegar
Tucker hafði, skamma stund verið við aðalherstöðv-
srnar hjá Booth, fékk hann »majórs»-tign, og var
það ráðið, að senda hann með þeirri tign ásamt
þremur öðrum fyrirliðum til Indlands til þess að-
vinna það mikla land. Áður en Tucker majór
lagði upp í leiðangurinn, var svo mikið skrum gert
11 m þessa fyrirhuguðu Indlandsför, að hjálpræðis-
herinn hefir aldrei gert það betur, og er þá miki6
dælt. Booth hafði leigt handa sér og hernum
hina geysistóru Alexöndruhöll sunnudaginn 3. júlí;
°g þremur vikum á undan voru smá og stór aug-
lýsingablöð búin að birta það um allt England,
hvað herinn þann dag ætlaði að hafast að í
þessari feiknastóru höll , og í görðunum og
smærri húsunum, þeim er undir hana lágu.
1 boðsritinu sagði svo meðal annars: »Um