Iðunn - 01.02.1889, Side 153
Dáleiðsla og svefngöngur. 147
hafa, og að sumu Ieyti einnig hafa haft af því að
nota svæfingarnar, viðhafðar eptir réttum reglum,
til lækninga. Að vísu eru sumir menn svo gerðir,
að ákafar geðsliræringar, lifandi trú, í stuttu máli
allt það, er örvar ímyndunaraflið, er hjá þeim ein-
hlítt til þess að kippa í lag ýmsum úr lagi færð-
um störfum líffæranna, en þó er það svo, að flestir
menn eru, meðan þeir eru vakandi, fremur óviður-
tækilegir þess háttar áhrifum, sem ekki geta notið
sín, af því að skynsemin tekur trúna fangna, og
dregur fyrir það úr áhrifunum. þegar aptur á móti
svo er konnð fyrir manninum, að búið er að svæfa
hann, þá getur ímyndunaraflið leikið lausum hala,
og heilinn verður viðurtækilegri öllum áhrifum.
Ef annars er hægt að svæfa manninn, þá fær hann
ekki, hvað vel viti borinn sem hann er, varizt því
sem honum er blásið í brjóst, meðan hann er í
dáinu. það sem honum er innblásið, stendur fyrir
hugaraugum hans svo sem það væri í raun og
veru, á líkan hátt og draumarnir eru í huga sof-
anda manns. þ>etta, að svæfður maður þannig
verður viðurtækilegri öllum áhrifum, vill nú lækn-
irinn, er leitast við að lækna með svæfingunum,
færa sér í nyt, til þess að hann einmitt með því
geti verkað á taugakerfi sjúklingsins. Sjúldingur-
inn, sem að miklu leyti er á valdi dávaldsins, leit-
ast við að láta ásannast áhrif þau, er hann hefir
orðið fyrir, og heili hans, sem nú ekki stendur
undir stjórn skynseminnar, hlýðir í blindni skip-
unum þeim, sem honum eru gefnar. J>essvarget-
ið í fyrra kaflauum, hvernig máttleysi, sinateygjur,
10*