Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 60
54
Johan Ottosen :
þetta an.dlega einingarband bilaði aldrei, livernig
8em landið var limað í sundnr að stjórn og stjórn-
háttum, og því var það að þakka, að hinir að-
greindu landslrlutar gátu aptur orðið að einni heild,
þegar þar að kom.
A öndverðri þessari öld lagði Napóleon hinn
rnikli mikinn hluta Norðurálfu undir sig. Fóru þá
margir Italir að vona, að brátt mundi sundrungu
landsins lokið. Meðan Napóleon sat að völdum,
var Italíu að sönnu skipt í 3 riki, er livert hafði
sína stjórn út af fyrir sig; en það var þó þegar
mikið á unnið, er eigi voru nema þrjú riki, þar
sem áður höfðu verið tíu eða tuttugu; en mest
var þó í það varið, að Napóleon vakti aptur upp
sjálft nafnið »ítalia», með því að hann nefndi land-
norðurhluta landsins »konungsríkið Italía». þó yfir-
ráð Frakka yrðu ekki langgæð, komu þau þó Itöl-
nra að góðu haldi. Nú voru horfnir smáfurstarn-
ir, sem beitt höíðu lagalausri harðstjórn og sogið
blóð og merg úr þjóðinni; og þótt Napóleon væri
einvaldur drottnari, varð það þó aldrei útskafið, að
stjórn hans var afspringur stjórnarbyltingarinnar
írakknesku og frelsishugmynda hennar ; meðan her-
veldi keisarans stóð, uxu Itölum drjúgum vonir
um frelsi og einingu.
Nú kom þar, að öll hin stórveldin lögðust
á eitt og kollvörpuðu keisaraveldinu frakkneska.
'Voru þá höfðingjaættirnar gömlu aptur til valda
settar hvervetna í Norðurálfunni, og öllu komið
aptur í gamla horfið. Svo fór og að mestu leyti
Á Ítalíu. Smáhöfðingjarnir komu aptur,. og skyldi
Austurríki »vernda» þá. Landinu var nú aptur