Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 161
Dáleiðsla og svefngöngur.
155
verið, og kenndi hún einskis sársauka, hvorki með-
an á skurðinum stóð né eptirá.
Á árunum frá 1840 til 1850 hefir Dr. Loysel
skorið eitthvað um 20 manns, og það tekizt allt
að einu, og um sama leyti stýfði Dr. Fanton bæði
læri og handleggi af svæfðum mönnum, og á árun-
um frá 1850 til 1860 var þessi aðferð opt höfð í
Frakklandi.
Ar 1859 birti Dr. Esdaile, yfirhandlæknir við
sjúkrahús eitt í Calcutta, skýrslu eina, er greinir
frá því, að hann á 6 árum hefði í lækningaskyni
skorið stórkostlega um 600 Hindúa, er allir höfðu
verið svæfðir. Eptir beiðni hans setti Indlands-
stjórnin nefnd til þess að rannsaka, hvort fram-
burður hans væri sannur. þesai nefnd saman stóð
af handlæknum og einstöku mönnum, sem ekki
voru læknar, og samdi hún allmerkilega skýrslu
um rannsónir sínar, og er það sem nú skal segja,
tekið úr þeirri skýrslu.
oNilmouney var skorinn til þess að ná úr hon-
um sulli ; hann kenndi alls einskis sársauka með-
an verið var að skera hann, en það stóð yfir f 4
mínútur. Honum var hvorki haldið á höndum né
fótum ; hann hreyfði sig ekki vitund, ekki stundi
hann og ekki brá honum á svipinn. jpegar hann
var vakinn, mundi hann ekkert eptir því, sem fram
hafði farið.
Drep var komið f annan fótinn á Hyderkhan;
fóturinn var stýfður af honum um mitt lærið, og
fann hann ekki neitt til sársauka.
Murali-Doss dró þungt andann, og hreyfði
likamaun, meðan verið var að skera hann, enda