Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 139
Dálciðsla og svefngöngur. 133
tekur skapferli og hugsunarháttur mannsins opt
fullkomnum Btakkaskiptum meðan á kastinu stendur.
Hið bezt þekkta dæmi upp á slík æðisbrigði,
er frakknesk kona, er heitir Félida X.; Dr. Azam
hefir í mörg ár nákvæmlega kynnt sér alla sögu
veikinda hennar, og veitt þeim gaumgæfilega
eptirtekt, og það er þessi Dr. Azam, er hefir það
til síns ágætis, að hafa orðið fyrstur manna til
þess að veita eptirtekt þessum gagnmerkilegu til-
fellum.
Fólida X. er fædd 1843 í Bordeaux; foreldrar
hennar voru heilsugóðir ; sjálf var hún heilsuhraust,
þangað til hún var komin á 13. ár; þá fór að
brydda á móðursýki í henni. Hún fékk ýms köst
1 taugarnar, verkjaflog, blóð gekk upp úr lung-
unutn á henui, án þess að lungun væri að neinu
leyti veikluð. þegar húu var á 14. árinu, byrjuðu
í henni köst þau, sem hór ræðir um.
Stundum alveg upp úr þurru, stundum eptir
einhverja geðshræringu fann hún allt í einu til
sársauka í báðum gagnaugunum, og steiusofnaði
bráðlega á eptir. 1 þessum svefni var hún nokkr-
ar mínútur, og svo opnaði hún sjálfkrafa augun,
virtist vera vakandi, og var nú með sínu öðru
öeði, og skal síðar lýsa því. Með því var hún eina
eða tvær stundir, og vaknaði svo aptur eins og hvin
útti að sér.
jpessi köst komu að henni fimmta eða sótta
hvern dag, og meðan þau stóðu yfir, hagaðí hún
sér svo, að þeir, sem með henni voru, álitu haua
brjálaða.
Árið eptir uiðu köstin tíðari, og móðursýkis-