Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 128
122 J, Christmas-Dirckmck-Holmfeld:
vottaði fyrir roða á þessum tiltekna stað, og roð-
inn elnaði smátt og smátt, hélt sér svo hér um bil
fjórðung stundar, og hvarf svo aptur.
Fyrir ímyndunina má hleypa upp blöðrum á
hörundinu, svo sem fyr er sagt, og sem Focacbon
lyfsali heiir sýnt og sannað, þar sem hann með
frímerkjum hleypti upp hlöðrum, að öllu leyti á-
þekkum þeim, er koma undan spanskflugum. Hann
hefir og sýnt það, að menn á líkan hátt geta tálm-
að því, að spanskflugnaplástur verki, þegar svæfðum
manni er skipað að láta hann ekki hrífa á sig.
Á þenna hátt má einnig vekja mönnum dreyra.
J>etta hefir Dr. Bourru sýnt, og hefir hann gert
tilraunir sínar á hermanni, er var vanýflasjúkur.
Doctor Bourru svæfði hann, og skipaði honum svo
þetta : »K1. 4 í kvöld skaltu sofna ; farðu inn í
herbergi mitt, seztu þar f liægindastól, krosslegðu
handleggina framan á brjóstinu, og fáðu blóðnasir».
Hann gerði allt sem fyrir hann var lagt; að á-
kveðinni stundu settist hann á stólinn, og fáeinir
dropar af blóði dreyrðu lit úr vinstri nösinni á
honum. Sami læknirinn gerði enu fremur þessa
tilraun. A svæfðum manni skrifaði hann nafn hans
á báða handleggina á honum með sljóva endanum
á stíl, og skipaði honum seinna part dagsins að
sofna og láta sér dreyra út úr handleggjunum, þar
sem nafnið væri skrifað. A tilteknum tfma sofnar
svo maðurinn, stafirnir komu í ljós skýrt og greini-
lega, dökkrauðir, og blóð fór að vætla út úr þeim
í smádropum. það vottaði vel fyrir rauðu stöfunum
•eptir 3 mánuði.
þessar og margar þvf um líkar tilraunir sýna