Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 95
Camillo Cavour.
8»
orð um sjálfan sig, og ekki lætur í ljósi minnsta
vott um reiði gegn þeim, sem hann hafa ofsótt,
við því hafði jeg ekki búizt, og er forviða á því».
|>jóð, sem gat aðra eins sonu og Poerio, átti skil-
ið að fá frelsi. Prelsishreyfingin komst ekki svo
langt suður eptir 1859, en árið eptir komst hún
þangað.
Víðsvegar um Sikiley hafði uppreist verið
hafin og staðið í nokkra mánuði; var her konungs
vel á veg kominn með að bæla hana niður. En í
maímánuði 1860 gekk Garibaldi þar á land og með
honum 1000 sjálfboðaliðar. Urðu Sikileyingar komu
hans fegnari en frá megi segja, og risu aptur önd-
verðir gegn konungsmönnum ; óx þeim ásmegin, er
Garibaldi var til þeirra kominn, svo að ekki stóðst
við þeim. Mánuði síðar höfðu þeir rekið her kon-
ungs af eynui. Eyjabúar voru svo þakklátir Gari-
baldi og dáðust svo að honum, að þeir vissu ekki
hvaða látum þeir áttu að láta, og verður öllum
þeim fögnuði ekki lýst. jpegar hann gekk um
stræti Palermóborgar, fleygðu sjúkir menn sjer
fyrir fætur honum, til þess að hann læknaði þá,.
eins og nýr Messías, með því að snerta þá. Frá
Sikiley hjelt Garibaldi til Neapel; níu tíundu
hlutar landsins gengu honum á hönd orustulaust
að heita mátti; hann hjelt innreið sína í höfuð-
borgina Neapel, sem öll kvað við af fagnaðarópi
lýðsins.
En hvað sagði Cavour um allt þetta ?
Upp hátt ljezt hann vera öldungis hissa, eins.
og öll Európa var; en f raun og veru átti Gari-
baldi engan jafntraustan bandamenn sem hann..