Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 163
157
Dáleiðsla og svefngöngur.
f>að mætti telja enn fleira, sem svæfingarnar
gætu komið að haldi við ; en það sem talið hefir
verið, er nóg til þess að sýna, hversu mikilvægt
atriði það er í læknislistinni, að menn hafa komizt
upp á það, að nota svæfingarnar til lækninga.
|>essi lækningaaðferð hefir þann stóra kost til síns
ágætis, að hún, viðhöfð af lækni, sem kann hana,
aldrei getur komið að óliði. Dr. Liébeault, er
hefir svæft meira en 6000 sjúklinga, hefir aldrei séð
mein verða að svæfingunum, og sarna segja þeir
Dr. Bernheim og Dr. Voisin. En það er vafalaust,
að svæfingarnar geta haft ill eptirköst, sé þær við
hafðar af þeim, er ekki kunna til við þær, og hitt
ekki síður, að það má misbeita þeim hróplega, og
nota þær til voðalegustu illræða, og er þetta þeim
mun hættulegra, sem það jafnaðarlegast mundi
mjög erfitt, að komast fyrir slíkt. |>að er sem sé
sannreynt, að hægt er að skjóta í huga hverjum
svæfðum manni hugmyndinni um hvaða glæp, sem
vera skal; það má meira að segja koma því inn
hjá honum, að hann skuli fyrirfara sjálfum sér ;
og sé sá, sem svæfa á, viðurtækilegur fyrir áhrif
frá dávaldinum, fremur hann misverknaðinn alyeg
óafvitandi. þ>að hefir og komið fyrir, að níðing-
lega hefir verið farið með svæfða menn, og er það
þeim mun auðgerðara, sem þeir gjörsamlega eru á
valdi dávaldsins. Einu sinni komst það fyrir, að
mannhundur einn, sem var læknir, níddist á ein-
um sjúklinga sinna, er var kona, sem hann hvað
eptir annað svæfði. þegar hún var vakandi, hafði
hún engan grun um meðferð mannfýlunnar á sér ;
en loksins fór svo, að hún varð þess vör, að hún