Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 122
116 .1. Clniatmas-Dirckiiick-Holmfcld:
þessar svæfingar á þeirra ýrnsu stigum, og niun
bráðúm skýrt greiuilega frá þessu öllu.
A sjöttá stiginu, þegar leiðslan er komin á sitt
bæsta stig, er endurminningin alveg horfin um allt
það, sem fram hefir farið, meðan dáið varaði, og
hún getur eigi vaknað af sjálfsdáðum, en dávald-
urinn getur vakið hana með því að bjóða þeim,
•sem svæfður var, að minnast þess. A þessu stigi
framkvæmir sá, sem svæfður er, allar skipanir dá-
valdsins; hann er eins og hver önnur vélbrúða í
hendi hans.
Við þessa stigbreytingu er sá kostur, að hún
gefur gott yfirlib yfir þá margbreyttu fyrirburði, er
korna í ljós, þegar menn eru svæfðir, og gerir það
mögulegt, að skipa í vissa flokka hverjum þeim,
sem tilraunir eru gerðar á. Hin mismunandi stig
nálgast með ýmsu móti hvert annað, en eigi að síð-
ur er vant að bera svo greinilega á einhverju ein-
stöku atriði, að eptir því sé auðgjört að skera úr,
á hverju stigi svæfingarinnar sá eða sá só.
f>eir, sem svæfðir eru, vakna stundum sjálf-
krafa. Einkanlega eru það þó þeir, er svæfðir eru
í fyrsta sinni, er svo gera ; en að öllum jafnaði
vakna þeir annars ekki, meðan dávaldurinn er í
nánd þeim. Sumir vakna jafnskjótt og dávaldur-
inn hefir sleppt afskiptum sínum af þeim, en flestir
halda áfram að sofa og það heilum stundum sam-
an, ef þeir eru látnir afskiptalausir. Vanalega þarf
ekki annað til þess að vekja þá en að segja við
þá: »Vaknið þér !# Stundum þarf að endurtaka
þessa skipun nokkrum sinnum, og ef það eigi stoð-
ítr, þá þarf að blása nokkrum sinnum á auga hin-