Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 53
Hjálpræðisherinn. 47
gefin skipunin : »Hermenn ! á knén !», og svo gera
menn bæn sína. |>að er haldin skrá yfir hina litlu
liðsmenn, er þannig eru teknir í herinn. í athuga-
semd einni í kirkjusiðahókinni er það brýnt tekið
fram, að þegar börn þannig sé gefin hernum, þá
megi vatn hvergi koma þar nærri, og ekki má
heldur þannig gefa barn, nema þar sem annað-
livort foreldranna er liðsmaður. þessu áþekkír, en
onn þá margbrotnari eru siðirnir, er tíðkast við
hjónavígslur og jarðarfarir, og er gefin leiðbeining
um þá.
Svo sem auðráðið er, þá er hjálpræðishernum
eklri einna lagnast það, að veita uppfræðingu í
trúarbragðalærdómum. Allar trúarjátningar eru í
hans augum hégómlegur orðaleikur, og þeir láta
sér á sama standa um allt það, er snertir það, að
skýra fyrir mönnum trúna. Iíjálpræðisherinn vill,
að andinn komi einnig í stað trúarjátninganna;
hjá Englendingum er mergð til af ágætustu guðs-
orðabókum, en ekki þykir hernum neitt af þeim
uýtanda. I fræðakverinu stendur: »Sneiddu hjá
öllum þessum vanalegu guðsorðabókum, þessari
kerlingavellu og samsulli, öllum þessum sætindum
og vatnsblandi». Og að því er snertir aðrar bæk-
ur og rit, segir fræðakverið: »Bezt er að lesa
engin dagblöð, en ef þú þarft að líta í þau, þá
verður það að vera rétt sem snöggvast. Auðvitað
ei'. að þú mátt alls ekki lesa skáldsögur».
En þótt lierinn þannig láti sér á sama standa
um trúargreinar liða sinna, þá er honum ekki sama
um stjórnarfyrirkomulagið. Eins og styrkur krist-
munkareglunnar er fólginn í því, að einn vilji er