Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 132
126 J. Christraas-Dirckinck-Holmfeld:
er þannig háttað. Hann kemur með dæmi upp á
það, að heyrnin getur verið svo næm, að sá, sem
svæfður er, getur lieyrt samtal manna, þótt þeir
sé á öðru gólfi fyrir neðan hann, og liann heyrir
tifið í vasaúri, þótt það sé 8 metr frá honum.
Ilmanin verður allt eins næm, eins og hjá dýrum.
Sá, sem svæfður er, kennir þefsins af ilmefnum í
fötum löngu eptir það að sá þefur er að fullu
horfinn þeim, sem eru eins og þeir eiga að sér að
vera. Sama er um það, að þeir verða mikluin mun
bragðvísari ; en þó er það einkanlega tilfinningin
fyrir mismun hita og kulda, og svo vöðvatilfinn-
ingin, er verður svo miklu næmari, að undrum má
sæta. Bf haldið er einhverju köldu eða þá heitu,
t. a. m. heitri hendi svo sem hálfa alin frá þeim,
sem tilraunirnar eru gerðar á, þá hefir hann óðara
orð á því, að haun kenni kulda eða þá hita, og
það svo mjög, að hanu þarf að kveinka sér við.
Vöðvatilfinningin verður svo næm, að þeir, sem
svæfðir eru, geta gert þau verk, sem eru gagu-
merkileg. þannig geta þeir skrifað fullum fetum,
þótt haldið só bók eða einhverju þar á borð við á
milli andlitsins á þeim og pappírsins; og þeir geta
þrætt nál, þótt bók sé haldiö fyrir augun á þeim,
og þeir geta hæglega farið allra sinna ferða innan
um herbergi, sem er fullt af ýmsum innanstokksmun-
um, þótt bundið só fyrir augun á þeim, og getur þá
ekkert annað verið, sem ver þá því að þeirreki sig
á, nema vöðvatilfinningin.
þeim merkilega fyrirburð, sem dávaldarnir kalla
hinn segulmágnskynjaða aðdrátt, hafa menn leit-
azt við að gera sér grein fyrir á þann hátt, að