Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 12
6
A. H. B.:
IÐUNN
ímynd örbirgðar og myrkurs. Og í þessari hörðu og
hrikalegu náttúru býr þjóð, búa menn, sem eru
sannnefnd þý jarðarinnar. Náttúran hvilir á þeiin
eins og farg, beygir á þeim bakið og kemur þeim á
kné og rænir þá öllu viljaþreki. Hún dregur alt táp
úr kynslóðinni, kemur kyrkingi í hana. Þar er svo
sem enginn atorku- eða atkvæðamaður, nema fóget-
inn, sem er nógu smásálarlegur til að vasast í öllu
því veraldlega. En fram á meðal allra þessara dverga,
allra -þessara andlegu peða, skákar nú Ibsen fyrir-
myndarmanninum, — Brandi, þessum persónugerv-
ingi mannsviljans, er heimtar: alt eða ekkert! bæði
af sjálfum sér og öðrum. Hann verður að hrópand-
ans rödd í eyðimörkinni, sem reynir að vekja þjóð-
ina af sálarsvefni sínum, hann verður að brautryðj-
andanuin, er vill benda henni upp á tindinn. Og
jafnframt reynir hann að stæla sjálfan sig og aga
ástvini sína svo, að þeir fórni öllu fyrir siðferðis-
hugsjónina.
Brandur er preslur og því verður það aðalmark-
mið hans að vekja menn til lifandi Irúar, svo að
þeir fórni guði sínurn öllu og geri skyldu sína í liví-
vetna. En fyrst er að fegra og hreinsa guðshugmynd-
ina. Þá ræðst hann á þenna uppgjafa »hjáguð« lýðs-
ins, er menn helzt snúa sér til með fjórðu bænina:
»Ó, gef oss í dag vort daglegt brauð«, þennan gæzku-
ríka matarbryta, sem á að miskunna sig }rfir alt og
alla og er helzt að líkja við afgamlan próventukarl
með alhvítt hár og skalla:
— Punnhærður víst sem ellin er
með alhvítt skegg — sem lirím við gler;
hægur, — en pó svo hvass á brá,
að hrætt hann getur börnin smá;
hvort tifi hann með tylli-skó
ég tala’ ei um, því hitt er nóg;