Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 13
IÐUNN
Höfuðrit Henriks Ibsens.
7
en sniðinu sjálfsagt gerði gott
gleraugu forn og húfuskott-------
En hvernig hugsar þá Brandur sér sinn guð. Hann
segir:
— Sá mildi guð er mér ei kær,
því minn er stormur, þinn er blær
þinn auðveldur, minn ósveigjandi;
minn almáttugur, þinn í bandi:
minn ungur, fríður, frjáls og hár,
ei frómleiks karl um sextugs ár. —
Og hvernig eru nú mennirnir, sem Brandur ætlar
sér að bæta og betra? Þeir eru allir i brotum, eins
og sín ögnin af hverju, en enginn heill og óskiftur.
En það er einmitl þetta, sem Brandur vill, að þeir
verði. Hann vill steypa þá upp að njTju, breyta þeim
gamla Adam í nýjan mann:
— En upp úr þessum andans rotum,
úr öllum þessum sálarbrotum
skal gera heild mín höndin sterk,
unz herrann sér sitt furðuverk,
sinn niðja Adam annað sinn
sem ungan, nýjan, frumgetinn!
En við hvað er þá helzt að etja? Léttúðina, deyfð-
ina, tryllinginn:
— Sú léttúð, sem með laufgað hár
sér leikur tæpt um flug og gjár;
sú deyfð, sera labbar löt og treg
af löngum vana farinn veg;
sú villisál, sem veður rej'k
með vont og gott í bernskuleik.
Léttúðina, sem eins og Agnes og Einar dansar um
fönnina, þangað til þau eru rétt að segja komin
fram af hengjunni; deyfðina, eigingirnina og ágirnd-
ina, sein engu vilja fórna, jafnvel ekki fyrir sína