Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 16
10
Á. H. B.:
IÐUNN
Um hann sorg og elska skín,
ofan lítur hann til mín,
mildur eins og morgunljóminn,
minnir pó á gröf og dóminn.
Þelta varð orð og að sönnu. t*ví að þrátt fyrir ást
sína og innileik fórnar nú Brandur smám saman
móður sinni, barni sínu og konu fyrir hina miklu
hugsjón sína, sem hann vill ekki bregðast fyrir nokk-
urn mun. Og á braut vill hann ekki svíkjast undan
sorg og mæðu, þótt hann hafi stundum ríka löngun
til þess. En sannkallaður ljóssins engill verður Agnes
honum á hinni þyrnum stráðu lífsbraut hans. Alt,
sem hún segir, og það, sem hana áhrærir, er svo
göfugt, en þó svo grátfagurt, að maður getúr naum-
ast tára bundist yfir því.
En nú hefst stríðið. Fyrst við móðurina, sem er
svo ágjörn, að hún vill af engum eyri sjá. Hún álasar
Brandi fyrir að hafa hætt lífi sínu; hann eigi að gæta
þess og geta börn, svo að ættin deyi ekki út og reit-
urnar beri niður á réttan stað. En hann leiðir henni
fyrir sjónir, hversu hún hafi vanrækt köllun sfna í
lífinu og grafið sálarpund sitt í jörðu. I þessum við-
ræðum Brands við móðurina kemur fram einkenni-
leg skoðun á kölluninni. Hún er eins konar óðal,
sem manninum er trúað fyrir og hann á að standa
reikningsskap á á degi dómsins. Því segir Brandur
við móður sína:
Ó, flýt pér blind að læra og sjá,
að pú hefir Drottins góssi glatað
og graíið djúpt pitt sálarpund
og fjötrað ímynd Guðs við grund
og jarðargrómi alla atað
og andans vængi stýft og klipt.
Er hér ei skuld, og hvar er pitt,
ef herrann segir: Kom með mitt?
Pessi krafa guðs á hendur mönnunum er ströng rétt-