Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 17
ÍÐUNN
Höfuðrit Henriks Ibscns.
11
lætiskrafa, sem verður að lúkast. En bregðist mað-
urinn þeirri skyldu sinni, hlýtur það að koma fram
á afkomendum hans í marga liði, þangað til skuldin
er að fullu greidd.
Þú geldur brota, sértu sek,
en synda-skuldum við ég tek,
segir Brandur. Og síðar, er hann hefir mist barn sitt,
kemst liann svo að orði:
Svo fyrir Guði gjöldin safnast;
þau greinast, tvístrast, niður jafnast;
svo ríkt er Drottins réttlætið,
sem refsar oss í þriðja lið.
l’annig er hver einstaklingur eins og einn gjaldliður
í hinum mikla viðskiftareikningi ættarinnar við guð.
Sé einn liðurinn of lágur, verður annar að vera þeim
mun hærri, svo að alt jafnist á endanum. Hér er því
um eins konar arftöku á sviði siðgæðisins að ræða.
Köllunin er þannig eins konar skyldultvöð, er hvílir
á manninum, og hún útheimtir, að alt sé lagt í söl-
urnar fyrir hana. Lífið er stríð, er barátta, og í því
verða allir að færa einhvers konar fórn. Allir eiga
að verða eins konar píslarvottar, annaðhvort fyrir
sínar eigin syndir eða fyrirrennara sinna. »Mín köllun
varð mitt píslarvætti,« segir Brandur. Um fram alt á
maðurinn að drepa í sér hina syndsamlegu eigingirni
sína, svo að guðs vilji geti náð fram að ganga í fari
hans og líferni. Og þá verður maðurinn oftast nær
að fórna því, sem honum er kærast. t*ví vill nú
Brandur, að móðirin fórni aurunum, sem eru henni
hjartfólgnari en alt annað, sjálfri sér til sáluhjálpar.
En það vill hún með engu móti. Þá hótar Brandur
því að veita henni ekki sakramentið á banasænginni,
og við það situr fram til hins síðasta. Hann heimtar,
að hún gefi »alt eða ekkert«, en það er henni um