Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Side 18
12
A. II. 13.:
IÐUNN
megn, og svo deyr hún, að hún fær ekki huggun-
Brandi sjálfum svíður þetta ákaflega. Því segir hann:
Og þó við hverja sjúka sál,
er særi ég með slíkum kröfum,
er mér sem væri’ eg úti’ í höfum
og ætti’ að tæma dauðans skál.-----
Næst er barnið, einkabarnið ungt og fagurt, en sár-
veikt. Þá langar Brand sjálfan til að hopa af hólmL
En læknirinn ýtir við honum með háði sínu, þar
sem hann segir:
— Við heiminn ekkert sig að sveigja;
við sjálfan sig að vera beygja;
hann skal ei láta lítið, mikið;
hann láta skal: ei neitt eða alt;
en sjálfur ei að standast strikið!
Pá stund, er manni er sagt: Pú skalt!
er oífurlambið undan svikið.
Nú liggur meira’ en lítið á
að láta barn sitt undan ná.
Á ílótla suður fjörö og vík,
á ílótta yfir móður lik;
á flótta burt með kjól og kall.
Sjá, klerkur hefir messuí'all!
Og er bæði alþýðumaðurinn og Gerður koma og
minna hann á skyldu hans og benda honum jafn-
framt á hjáguð þann — barnið —, sem hann er nú
að því kominn að dýrka, þá sezt hann aftur, en
missir barnið og gerir nú bæði að harðna og meyrna
við hverja raun, — harðna hið ytra, meyrna hið
innra.
Harðast kemur þó óbilgirni hans niður á þeim,
sem sízt skyldi, á Agnesi. Að vísu rýir hann hana
ekki líkamlega, en hann rýir móðursál hennar og
særir hana hverju holundarsárinu á fætur öðru með