Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 19
IÐUNN
Höfuðrit Henriks Ibsens.
13
því að ræna hana öllu því, er minnir á barnið.' Hún
á sem sé eins og aðrir að fórna guði: öllu eða engu!
Þessi rúning sálarinnar fer fram í hinum harmsára
4. þætti, aðfangadagskvöldið fyrsta eftir lát barnsins,
þá er hún fer að tendra jólaljósin. Fyrst vill hún
opna gluggahlerann, svo að glætu slái á gröf barns-
ins, — ekki má hún það! Þá fer hún að rekja sundur
fyrir sér föt barnsins, — ekki má hún það! Og svo
verður hún að fleygja öllu og jafnvel trafi þvi, er
hún þerði i helsveita barnsins sins, í ókunna föru-
konu. Samt stappar hún enn stálinu í Brand, blæs
honum í brjóst enn einni hugmyndinni, að byggja
nú upp kirkjuna stærri, meiri og fegri en áður. En
heimtufrekja hans og óbilgirni í siðferðiskröfunni
drepa hana þó að síðustu. Þegar hún verður að láta
af hendi skírnarhúfu barnsins, sem var:
— vætt í voða-tári,
vökvuð með hans dauða-sveita,
geymd á heitu lijartasári, —
$)á er hún:
rænd og flett; við raunastand
rofið hin/.ta jarðarband!
Þá er hún loks alfrjáls, og hún þráir það eitt að
deyja. Og hún deyr.
Nú er einkalífið á enda, — engu fleiru að fórna
en móður, vífi og barni. En þá fer Brandur að etja
við mannfélagið, við fólkið, með fógetann, prófast-
inn, kennarann og klukkarann í broddi fylkingar.
Hann hefir raunar áður átt í höggi við fógetann,
þennan sístarfandi broddborgara, sem alt af er að
brjótast í einhverjum framfarafyrirtækjum og þykist
vera umbjóðandi mannúðarinnar, sem vill fá fólkið
til að bjarga sér sem bezt á veraldarvísu. Þegar þeir
fara að tala saman í 4. þætti og Brandur vill ekki