Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 21
IÐUNN
Höfuðrit Henriks Ibsens.
15
hana og kennarinn að útlista fyrir honum á meðan
lífsspeki »miðlungsmannanna«. En fólkið streymir að
með presta og prófast í broddi fylkingar. Viðtal Brands
við prófast kollvarpar öllum vonum hans um kirkju-
bygginguna. Hann sér nú, að líf og trú, sem áttu að
verða eitt, eru sitt hvað, og að ríkiskirkjan vill að
eins fara eftir lögum sínum og rítúali og gera alla
menn jafna, eða eins og prófastur segir:
— Sem korpóralinn kallar sina
til kirkjugangs í fastri röð,
eins skal ég lika leiða mína
um lífs- og sáluhjálpar-tröð — —
en hvernig kenna kristni skal,
það kenna lög og rítúal!
En slíka blinda bókstafstrú vill Brandur ekki ala,
og hann sér nú, en þó um seinan, að allri viðleitni
hans með kirkjubygginguna er kastað á glæ. Og þótt
nú blasi við honum bæði riddarakross og biskups-
tign, þá aflæsir hann kirkjunni og kastar lyklinum í
ána. En fólkið vill hann fá til þess að yfirgefa þessa
sýnilegu kirkju og leita guðs í hinni háhvelfdu kirkju
náttúrunnar. Mannfjöldinn lætur hrífast til þess að
fylgja honum og fylgir honum til fjalls. En fógetinn
er ekki af baki dottinn og þá ekki lieldur »prófsi«.
í*eir lialda í hámót á eftir. Og er fólkið tekur að
mögla, lýgur fógetinn því upp, að nú sé komin svo
mikil fiskigengd, að hún fylli hvern fjörð og vík. En
prófastur télur þetta vera »kraftaverk« guðs, gert til
þess að snúa fólkinu frá villu síns vegar. Nú er um
tvent að velja. Og er klukkari og kennari heyra, að
þeim muni ekkert verða gert fyrir að hafa fylgt
Brandi, snúa þeir huga fólksins svo, að það tekur
að grýla hann og hrekur hann inn á öræfi. þá er
hann að því kominn að láta hugfallast og tekur að
efast um, að liann hafi breytt rélt. Hann sér Agnesi