Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Síða 22
16
Á. H. B.:
IÐUNN
í sýn, og hún segir honum, að hún, móðir hans og
barn lifi. Hann fái nú að vera samvistum við þau,
ef hann gefi upp sína fyrri villu, orðtakið: alt eða
ekkert: —
Dultið má ei Drotni líkjast;
dauðans skál þú liefir tæmt.
Eftir fylgja’ og undan svíkjast
eins að lokum verður dæmt.
það er með öðrum orðum samnings- og hálfvelgju-
djöfullinn, sem farinn er að freista hans. En hann
rankar við sér og hafnar þessu. Hans eigin hugar-
ofsi, í líki Gerðar, kemur aftur yfir hann. Henni
finst nú, sem Brandur sé sjálfur endurlausnarinn
með blóðugar benjarnar á höndum og fótum. En
þeirri hugsun vísar þó Brandur undireins á bug og
meyrnar nú svo, að hann getur grátið og beðið fyrir
sér i fyrsta sinn. En nú er það líka um seinan.
Gerður, ættarfylgjan hans, hans eigin villi-sál, er nú
komin með hann alla leið upp í »ískirkjuna«, sem
hann þó í fyrslu ætlaði að forðast, alla leið upp
undir fannhengjurnar á Svartatindi. Hún er með
hlaðna byssu, og nú hygst hún að leggja samnings-
djöfulinn — hinn kalda kjmjahauk — að velli. Hún
þykist koma auga á hann og skýtur. En þá losnar
skriðan og snjóflóðið steypist niður yfir þau bæði.
Meðan Brandur er að brjótast um í snjóflóðinu og
reyna að hafa sig upp úr því, hrópar hann í sálar-
angist sinni:
— Seg mér, Guö, í þyngstu þraut,'
þýðir ekkert lífs á braut
viljans krafta quantam salis?1 2)
En þá kveður við rödd af himnum ofan og segir:
Hann er deus caritalis.-)
1) P. e.: hiö nægilega orkumagn viljans.
2) P. e.: Guð kærleikans.