Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Qupperneq 29
ÍBUNN
Allsherjar-trúarbrögð.
23
svara þessum spurningum. Okkur mönnunum hættir
mjög til þess að líta á sjálfa okkur sem miðdepii
eða þungamiðju bæði í tíma og rúmi; við ímyndum
okkur oftast nær, að einmitt sá tími, sem við lifum
á, sé hið síðasta og fullkomnasta þroskaskeið í sögu
heimsins. Og þó eru stöðugt bylgjuhreyfingar. Ekk-
ert er nj'tt undir sóiunni. Alt getur hafa átt sér stað
áður.
Hreyfingin verður eigi stöðvuð. Þegar við, sem
höfum tekið þátt í hinni öflugu framsóknarhreyf-
ingu, sjáum ölduna, sem flytur okkur meira trúarlíf,
getum við að eins vonað, að hún færi okkur einnig
meiri umburðarsemi í trúarefnum.
Sá, sem kynnir sér trúarbragðasögu, finnur brátt,
að trúarskoðanir breytast mjög fljótt. Þar eru öldu-
toppar og öldulágar.
Því miður er ekki hægt að búast við, að límabil
hinnar frjálsu hugsunar standi lengi. Og ekkert tekur
skjótari breytingum en skilningur manna á trúar-
bragðafrelsi. Það er sem sé ekki einungis í okkar
irúarbrögðum, sem slíkar öldu-hreyfingar eða sveiflur,
framsókn og endurkast, eiga sér stað. Við liefðum
golt af að lesa meira um það en við gerum. Og
líklega sýnir ekkert dæmi betur slíka stórkostlega
bylgjuhreyfingu, framsókn og endurkast, en sagan af
Akbar keisara og trúarbrögðum hans. Hún sýnir, að
frjáls hugsun og umburðarsemi hafa átt sér talsmenn
víðar en meðal kristinna þjóða, víðar en í þeim
hluta heimsins, sem við höfum vanið okkur á að
kalla hinn mentaða heim, hjá fleiri þjóðum en þeim,
sem við erum vön að telja menningarþjóðir. Já, þær
hafa meira að segja átt þar slíka talsmenn, að varla
finnast í sögunni dæmi um jafnoka þeirra. Það er í
sjálfu sér merkilegt, að Mahómetstrúar-þjóðhöfðingi
gerir tilraun til að stofna trúarbrögð, sem gætu tekið
upp í sig öll önnur trúarbrögð, að minsta kosti alt