Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Qupperneq 33
IÐUNN’
Allsherj ar-trúarbrögð.
27
*
Svona var ættfaðir Akbars, stofnandi ríkisins og
keisaraættarinnar indversku. Akbar var af góðum
ættum, og við getum eigi skilið viðleitni hans án
þess að kynnast fyrst ætt bans og ættararfi.
Að því er snertir gáfur og hæfileika voru afkom-
endur Tímúrs engir ættlerar. Þeir voru allir lærðir,
bámentaðir gáfumenn, lausir við trúarofstæki. En
margir þeirra höfðu litla hæfileika til að stjórna.
Bölvun fjölkvænisins hvíldi yfir þessari ætt eins og
svo mörgum öðrum göfugum ættum moslemíta (Ma-
hómetsmanna). Sakir þess, hve konurnar voru margar,
átti hver þeirra sjaldan meira en eitt barn, og þessi
hálfsystkini litu eigi hvert á annað sem ættingja
sína. Osátt og deilur, ófriður milli bræðra og bróður-
morð voru algeng í þessum ættum. Auk þess voru
allir þessir gáfuðu menn þrátt fyrir bann spámanns-
ins lineigðir til ofnautnar vins, ópíums og hadsjis.
Ríki Tímúrs datt skjótt í mola, en ætt hans hélt
sér — sem skáld, lærdómsmenn, stjórnendur — alt
af sem framúrskarandi ælt. Synir Tímúrs urðu ósáttir,
og ríkinu hnignaði. Um að eins einn þeirra, Sjah
Rokh Mirza, var hægt að segja, að hann hefði erft
stjórnandahæfileika föður síns auk vísindamanns-
hæfileikanna. Honum tókst að síðustu að sameina
aflur mikinn hluta af ríkinu. Hann var mjög svo
merkur maður á sinni tíð. Það verður með fullum
rétti sagt um annan af afkomendum Tímúrs, Akbar
keisara, að hann var fyrsti maður, sem lagði stund
á visindalega samanburðar-trúfræði og stofnaði þá
’vísindagrein, segir Max Múller. Með alveg sama rétti
má segja um Sjah Rokh Mirza, að hann var faðir
hugmyndarinnar um gerðardóma í deilumálum ríkja,
faðir friðarhugsjónarinnar.
Hann varð frægur fyrir afbragðs-hreysti og hug-
rekki í orustum og fyrir herstjórn sína, en líka fyrir
hinn hreinasta mannkærleika, göfugmensku og rétt-