Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Side 38
32
Olaf Johan-Olsen:
IÐUNN
ræðu, né heldur jarðeignalög hans og vegagerð, fá-
tækrastjórn hans og heilbrigðisstjórn. Alt ber það
vott um hina miklu frumyrkisgáfu hans. Þannig sá
hann um, að á sumrin gæti hver maður fengið
keyptan ís við vægu verði úr hinum keisaralegu ís-
húsum.
Það er trúmálastarfsemi hans, sem hér verður
nokkuð frá sagt, en hún var reyndar einn aðalþátt-
urinn í viðleitni hans að endurreisa ríkið.
Þótt Tímúrsniðjar væru stjórnkænir og lausir við
trúarofslæki, voru þeir þó allir sanntrúaðir Mahó-
metsmenn, súnnitar. Þegnar þeirra játuðu ýms ólík
trúarbrögð.
Fyrir daga Akbars hafði engum dottið í hug að
rótfesta ríkið eða koma því á fastan grundvöll. Þeir
áttu fult í fangi með að vinna það og halda þvi.
Akbar nægði ekki að vinna það; hann vildi einnig
rótfesta það og tryggja varanleik þess. Þetta þarf að
hafa hugfast, þá er dæma skal um viðleitni hans í
trúarefnum. Hæfileikar hans voru miklir, en hlut-
verk hans var líka afskaplega erfitt. Fáum sigurveg-
urum hefir tekist að halda hinum sigruðu löndum
sem ríki fyrir sig og ætt sína. Akbar tókst það. Og
þegar rikinu hnignaði, var orsökin sú, að eftirmenn
hans féllu aftur til kirkjunnar og urðu ofstækis-
menn.
I ríki Akbars, einkum á Indlandi, voru margir
trúílokkar, því nær allir fjandsamlegir hver öðrum.
Meginþorri íbúanna taldist til hinna mörgu sértrúar-
flokka Brahmakenningarinnar. Fáir voru Búddha-
trúar, og enn færri játuðu hin fögru trúarbrögð
Zaraþústra. Nokkrir Persar í norðurhluta landsins,
sem reknir höfðu verið úr Persíu, héldu við þá
erfikenningu og glæddu þar hinn heilaga eld. í
Goa voru Jesúílar farnir að útbreiða kristindóminn.
Nokkrir Gyðingar og Armeningar voru þar og meðal