Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 39
IÐUNN'
Allsherjar-trúarbrögð.
33
annara trúflokka. Hin ríkjandi stétt í landinu játaði
Mahómetstrú (íslam).
Hér er eigi tími til að lýsa þessum margvíslegu
trúarbrögðum. Þess skal að eins getið, að Mahómets-
menn (moslemítar) greinast í ýmsa sértrúarflokka.
Mestur þeirra er kathólski flokkurinn, Súnnítarnir,
sem trúa á »Súnna«, þ. e. erfikenningar og sögu-
sagnir, sem myndast hafa eftir daga Mahómets. Mót-
mælendaflokkurinn, Sjíítar, neita gildi »Súnna« og
trúa að eins á orð ritningarinnar (kóransins).
Brahma-trúin var upphaflega arisk trú með nátt-
úrugoðum. En eftir það er Aríar unnu Indland, tók
hún afarmiklum breytingum, unz hún var orðin að
fjöldamörgum afarflóknum heimspekiskerfum. Jafn-
framt þróaðist sálnaflakkstrú og sívaxandi stéttaskift-
ing. Klerkarnir voru æðsta stéttin, og náðu þeir að
lokum svo miklu valdi, að það tók jafnvel fram
heljarvaldi kathólsku kirkjunnar á miðöldunum. Um
600 f. Kr. reis Búddha móti kreddukenningum klerk-
anna og neitaði trúarlegri þýðingu stéttamunarins.
Kenning hans ruddi sér óðfluga til rúms á Indlandi
og barst þaðan til Austur-Indlands, Tíbet, Kína o. fl.
landa. Á Indlandi risu bramínarnir upp á móti lienni,
er þeir sáu, að veldi þeirra stóð hætta af henni, og
tókst þeim að lokum að útrýma henni þar í landi.
En þá var hún búin að hafa mikil áhrif á gömlu
kirkjuna eins og Lúther á Róm.
í tíð Akbars keisara voru flestar menjar Búddha-
kenningarinnar liorfnar í Indlandi. En það er áreið-
anlegt, að hann þekti hana, því að hann fékk »lama«
(þ. e. Búddha-prest) frá Tíbet til þess að kenna
hana.
Akbar hafði snemma reynt að kynnast siðum og
háttum þjóða þeirra, er hann réð fyrir. Hann reyndi
Iðurm VI. 3