Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 41
iðunn
Allsherjar-trúarbrögð.
35
Akbar er eigi miuni maður sjálfur, þótt hann kynni
að velja sér samverkamenn. Hindúinn Todar Mal
átti t. d. mikinn þátt í hinu fræga skattakerfi Ak-
bars.
Umhverfi Akbars opnaði þannig augu hans fyrir
nauðsyn þess að kynnast trúarbrögðum þegnanna og
koma á samræmi með þeim. En hann gekk miklu
lengra. Honum nægði ekki yfirborðsþekking; hann
vildi þekkja innihald þeirra, anda og hugsunarhátt.
Snemma hafði hann fengið samúð með trúar-
brögðum Hindúanna, og lét hann snúa trúarbókum
þeirra á persnesku, einkum Veda-bókunum. Þau rit
hafa óefað haft mikil áhrif á hann, og má sjá það
af ýmsu; t. d. innleiddi hann indverska helgisiði og
hátiðir.
Eftir ráðum Abul Fazl’s kvaddi hann til »visinda-
stofnunar« sinnar (akademi) afburða-málsvara allra
hinna stærstu trúflokka til að hlýða á þá og mynda
sér skoðun á kenningum þeirra. Þeir komu, — auð-
vitað allir i von um að geta gert hinn volduga herra
Indlands að trúskiftingi —: »lama« frá Tíbet, »feður«
frá Norðurálfu, parsílærðir og Gyðingar. Þess var
áður getið, að Akbar hafi fyrstur manna lagt stund
á samanburðar-trúfræði og trúarbragðasögu. Á hverju
föstudagskvöldi fóru fram umræður. Þar komu höf-
uðprestar moslemíta og málsvarar annara trúarbragða.
Það voru einkum Jesúítar og Mahómets-prestar, sem
ofl lenti i hár saman. Mitt í þessum kappræðuin sat
voldugasti og auðugasti maður heimsins og hlýddi á
kenningar allra trúarbragða. Hann tók sjálfur þátt í
umræðunum og þoldi hin hörðustu andmæli, þegar
menn að eins héldu sér við málefnið. Eitt þoldi
hann ekki: það var, þegar Mahómets-prestarnir komu
ineð orð ritningarinnar sem sönnun fyrir því, að
kenning þeirra væri rétt og hefði ein gildi. Ritningin,
kóraninn, var »guðs orð« og þvi eigi hægt að rök-