Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 42
36
Olaf Johan-Olsen:
IÐUNN
ræða hana, heldur að eins að trúa henni. Svo er
sagt, að Akbar hafi brosað, þá er Gyðingarnir í »vís-
indafélagi« hans og seinna Jesúítar báru fram sömu
léttvægu sönnunina fyrir sínu máli: biblíuna, guðs
orð.
Þarna stóðu fimm skrifllærðir, alt alvörumenn, og
hver þeirra um sig fullyrti og trúði fastlega, að sú
ritning, sem hann hafði, væri »guðs orð«, innblásið
af guði, og ef því væri eigi trúað, væru kvalir hel-
vítis óhjákvæmilegar.
Fimm mismunandi »guðs orð«, óskeikular leiðar-
stjörnur fyrir lífið og forlögin þessa heims og ann-
ars! Hver þeirra hafði hið rétta guðs-orð að geyma?
Það var spurning, sem Akbar velti mikið fyrir sér.
Og svo voru margir aðrir, sem trúðu á önnur »orð«.
Skæðasti andstæðingur Akbars, Abdul Badaoni,
segir það sem hið versta last um hann, að hann,
sem var fæddur i ísiam, gekk svo langt, að hann
taldi önnur trúarbrögð eiga tilverurétt, og að hann
viðurkendi ekki einkarétt kóransins, en jafnaði hon-
um við biblíu Gyðinga, guðspjöll kristinna manna
og jafnvel Veda-bækurnar og Zendavesta (helgirit
Persa).
Á þenna hátt revndi Akbar mjög samvizkusam-
lega og ítarlega að kynna sér aðalhugsun hinna mis-
munandi trúarbragða. íslam þekti hann. Brahma-
kenninguna sömuieiðis. Búddha-kenninguna kynti
hann sér. Eldsdj'rkendur (Parsa, Persa) lét hann
senda sér kennara, sem lrélt fyrirleslra um kenningu
Zaraþústra.
Honum gazt mjög vel að nýja-testamentinu. Enn
eru til bréf, sem hann lét rita konunginuin i Portú-
gal, þar sem liann biður hann að senda sér trú-
boða, sem gætu kent honum, hinum volduga keis-
ara, kristna trú, sem hann kannaðist við úr löndum
Portúgalsmanna í Goa. Nærri má geta, að sú ósk