Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 44
38
Olaf Johan-OIsen:
IÐUNN
ætu blóð, og át ógjarna kjöt, sízt af öllu »hold og
blóð guðs«. Honum fanst það hinn ruddalegasti heið-
indómur. Að guð sendi son sinn til jarðarinnar til
að koma þar fram sem mannssonur, þá hugsun
þekti hann úr Búdda-kenningunni og Veda-bókunum.
Hann var eigi í efa um, að Kristur hefði verið guðs
sonur eins og Búddha. En hann sagði, að sér fynd-
ist það hlægileg mannasetning, að guð hinn almátt-
ugi og alvitri, sem hefði getað hagað öllu að vilja
sínum, skyldi láta fórna syni sínum og lífláta hann
til þess að vera sjálfur heiðraður með því, að menn
ætu hold og blóð hans. Honum bauð við því.
»Það, sem gott er hjá ykkur, er til í eldri trúar-
hrögðum,« sagði hann, þó að hann mæti guðspjöllin
mikils. »En þið lifið ekki eftir þeim,« sagði hann
við Jesúítana.
í bréfum, sem enn eru til, má sjá, hve mikil von-
brigði það voru fyrir Jesúítana, þegar Akbar sagði
ákveðið, að hann gæti ekki tekið kristna trú, og
vonin um að geta beygt mesta ríki heimsins undir
ok páfavaldsins brást alveg. Voða-bál hins heilaga
rannsóknarréttar voru tekin að loga í Goa, og bjarm-
inn af þeim náði Agra og Dehli. Akbar leyfði Jesú-
ítunum að prédika svo mikið, sem þeir vildu, og
skíra fólk; en hann gaf þeim í skyn, að undir eins
og hann yrði var við umburðarleysi gagnvart öðrum
trúflokkum eða að eins áfellisdóm um kenningar
þeirra, myndi hann reka þá úr landi. Honum duld-
ist ekki, hvaða forlög biðu skoðanabræðra sinna, ef
þeir stigju fæti sínum í kristið ríki. Og slíkt vildi
hann eigi hafa í sínu ríki.
Um tíma vænti Akbar mikils af »yoga«-kenning-
unni.’ Áhangendur þessarar eldgömlu kenningar héldu
því fram eins og töframennirnir gömlu, að þeir hefðu
skygnst inn í leyndardóma náttúrunnar, og að þeir
gætu gert kraftaverk, þar eð þeir gætu komist í beint