Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Qupperneq 46
40
Olaf Johan-Olsen:
IÐUNN
nægur tími til að vinna að viðgangi þeirra, og hann
hikaði við að hefja trúboð.
Þessi trú, sem átti að sameina alla beztu menn
rikisins, var mjög stjórnviturleg hugmynd. Það var
auðsætt, að sigurvegarinn myndi eigi taka trú hinna
yfirunnu né þeir hans trú. Hlutlaus trú, sem hvorir-
tveggja gætu aðhylst, væri afarmikill ávinningur. Til
þess að ná því marki, varð hann fyrst að hnekkja
valdi »ulema«-anna, Mahómets-klerkanna, og það
gerði hann með því að taka af þeim valdið yfir
sálum manna og neyða þá til að viðurkenna keisar-
ann sem æðsta prest guðs og gefa honum páfavald
sem erindreka guðs á jörðunni og stjórnanda ríkis-
ins í andlegum sem veraldlegum málum. Petta hafði
mjög alvarlegar afleiðingar gagnstælt því, sem Akbar
ætlaðist til, í stjórnartíð sonarsonar hans Dsjahans
(d. 1658) og Aurangzebs sonar hans (d. 1707), sero
voru báðir ofstækisfullir súnnítar.
Dini Illahi var fyrst og fremst umburðarsöm trú.
Sérhverri trúarjátningu, sem virti önnur trúarbrögð,
skyldi sýnd virðing. Allar trúarofsóknir voru taldar
glæpsamlegar. Umburðarsemi var fyrsta boðorð þess-
arar trúar.
Það er yfir allan efa haíið, að þetta var einlæg
trú Akbars sjálfs, en mjög er trúlegt, að stjórnmála-
hyggindi hafi átt nokkurn þátt i þessu. Því að án
umburðarsemi hjá hverjum trúflokki gagnvart öðr-
um, var ógjörningur að halda friði i þessu víðlenda
og þjóðamarga riki.
Langa tíð höfðu allir »vantrúaðir« þegnar keisar-
ans, þ. e. þeir, sem eigi höfðu tekið Islam, orðið að
greiða sérstakan skatt. Hindúarnir litu á þenna skatt
sem mikla niðrun, en moslemítarnir héldu honum
við, þar eð hann minti á yfirburði þeirra.
Akbar afnam þenna skatt þrált fyrir gremju hinna
»trúuðu«. Auðvitað fögnuðu áhangendur allra annara