Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 47
ÍÐUNN
Allsherjar-trúarbrögð.
41
trúarbragða þvi. Þetla var fyrsta og helsla afleiðing-
in af nýju trúnni og því sem næst opinber afneitun
íslams sem hinnar einu sönnu sáluhjálplegu trúar.
Allir voru gerðir jafnir. Umburðarsemi varð frum-
setning. Og víst er það, að ’ekkerl hefir treyst betur
vaid Akbars og sonar hans en einmitt þetta.
í öðru lagi afneitaði nýja trúin öllum trúarsetn-
ingum. Akbar segir sjálfur: »Skynsemin, dómgreind-
in, er hinn dýrasti gimsleinn, sem hinn almáttugi
skapari hefir gefið oss. Vér megum því eigi láta
hana vikja fyrir blindri trú, heldur göfga hana og
fága með því að beita henni stöðugt.«
Einkum var Dini Illahi þó trúarbrögð þekkingar,
lista og vísinda. Vísindalegar lærdómsiðkanir voru
trúarskylda áhangenda hennar; einkum lagði Akbar
áherslu á náttúruvísindi, umfram alt stjörnufræði og
heimspeki, en lika stærðfræði og sagnfræði.
Listir skyldu mjög í heiðri hafðar. Akbar viðhafði
oft orðtakið »listamaður af guðs náð«. »Þegar vér
heiðrum hina dásamlegu gáfu listamannsins, heiðr-
um vér guð, sem hefir gróðursett hana lijá honum
oss til uppbyggingar,« sagði hann.
Það var enn fremur trúarskylda að lesa helgirit
allra trúarbragða. Þau skyldu öll i heiðri höfð.
A föstudagsfundum þeim, sem áður er getið, benti
Akbar einkum á hinar fögru hugsanir i guðspjöllun-
um, Avesta, og Veda-bókunum.
En ýms önnur trúarbrögð voru einnig stunduð.
Áhangendur Akbars voru vel að sér í goðafræði og
sögu Grikkja, Gyðinga og Búddhatrúarmanna. Þeir
þektu Aristóteles vel. Því verður ekki neitað, að Ak-
bar var fremur harðleikinn og dálitið ósanngjarn
gagnvart einum trúarbrögðum, sem sé gagnvart íslam.
Eftir því sem Abdul Badaoni segir, gerði hann gys
að Mahómetsprestunum (ulema) fyrir hina takmarka-
lausu fáfræði þeirra og sjálfsálit. Hann hataði þá