Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Síða 50
44
Olaf Johan-Olsen:
IÐUNN
menn myndu eigi undir eins skilja hugsanir hans.
Hann skifti því áhangendum sínum i fjögur stig eða
reglur. Efst var keisarinn með ráð sitt, sem fulltrui
guðs á jörðunni, þar næst hinir æðri embættismenn;
lægst stóðu þeir, sem síðast höfðu verið teknir í
trúarflokkinn. Þeir, sem vildu ná hæsta stiginu, urðu
að vera reiðubúnir að leggja alt í sölurnar fyrir
keisarann (þ. e. a. s. fulltrúa guðs), alt, sem tengdi
þá við jörðina. feir urðu að heita því að leggja í
sölurnar, ef nauðsyn kreíði, trú sina — afneita ís-
lam —, eignir sínar, líf sitt og jafnvel borgaralegan
heiður fyrir hann, fyrir nýju trúarbrögðin.
Eignir, trú, líf, heiður, — alt.
En af því að guð er hið óendanlega mikla óþekta,
ónefnda, varð fólkið að hafa jarðnesk eða að minsta
kosti efnisleg tákn til að heiðra og dýrka. Sem slík
tákn valdi Akbar sólina og eldinn samkvæmt trúar-
brögðum Zaraþústra. »Ljósið, sólin, eldurinn er hið
sýnilega klæði guðdómsins. Það er uppspretta allrar
orku, alls lifs á jörðunni,« sagði Akbar. Þess vegna
á að dýrka það, ekki af því að það sé guð, heldur
af þvi að það er tákn hins góða, — guðs. Ljósið er
ímynd lífsins, hins góða. Myrkrið er vernd dauðans,
hins illa. Ljósið, sem sigrar myrkrið, var hið eina
tákn, sem skyldi tigna.
Frá sólunni geislar, sagði hann, alt líf og alt afl
á jörðunni. Hann lét safna sálmum allra trúarbragða,
þeim, sem kveðnir voru Ijósinu til dýrðar; hann lét
Faizi yrkja n^ýa í viðbót og lét safna öllum þeim
aragrúa af nöfnum á sólinni og ljósinu, sem til voru
í indversku tungumálunum. Trúbræðrum sínum bauð
hann að biðja til hins ósýnilega almáttuga guðs um
sólaruppkomuna, og þegar ljósin voru kveikt.
Þá íleygði Akbar sér ælið ílötum til jarðar til að
beygja sig í duftið fyrir hinu sýnilega klæði hins
almáttuga guðs. f.