Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Qupperneq 51
IÐUNN
Allsherjar-trúarbrögð.
45
Það er svo að sjá, að Akbar hafi sjálfur með aldr-
inum lagt meira og meira upp úr þessum helgisið-
um og hafi tekið upp indverska helgisiði í viðbót,
ef til vill vegna þess, að hann skildi, að fólkið að-
hyltist þá meir.
Margir hafa haldið því fram, að Akbar hafi til-
beðið sólina. Abul Fazl gerir sér mjög mikið far um
að leiðrétta þann misskilning (í »Ain i Akbari«). En
gagnstætt kóraninum, sem bannar mönnum að krjúpa
fyrir nokkru öðru en guði, bauð Akbar trúbræðrum
sínum að krjúpa og beygja sig til jarðar fyrir hinum
sýnilegu táknum guðs og lét slá á peninga sína hin
tvíræðu orð: »Allahu Akbar«, þ. e. »Guð er mikill«
(eða »Akbar er guð« — akbar = mikill). Það er því
ekki svo mikil furða, þó að þjóðin hæfi hann í tölu
guða sinna, tilbæði hann og tryði á mátt hans til
að gera kraftaverk. Það er áreiðanlega vist, að fólkið
trúði því algerlega, að hann gæti gert kraftaverk,
gæti læknað sjúka og jafnvel lífgað dauða. Sjúkir
menn og fatlaðir, sem snertu klæði hans, yrðu heilir;
og Abul Fazl, sem var mjög efagjarn maður, getur
eigi neitað því, að keisarinn hafi læknað dauðvona
menn með bænum sínum.
Trúin á hið guðdómlega eðli Akbars var svo rik
hjá fólkinu, að hún gerði mörg furðuverk.
Pað eru til fjöldamargar sannanir fyrir því, að
Akbar var einlægur i trú sinni. Það er líka víst, að
hann gekk of langt í nægjusemi sinni og meinlæta-
lífi til skaða fyrir heilsu sína. Seinast mataðist liann
að eins einu sinni á dag og svaf fáa tíma á sólar-
hring, svo að líkamskröftum hans hnignaði.
Eins og áður er tekið fram, er ekki auðvelt að
gera sér Ijós trúarbrögð, sem liðin eru undir lok og
höfðu hvorki trúarsetningar né klerkastétt. En það