Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 54
48
Olaf Johan-OIsen:
IÐUNN
bandinu, er þá enn fjarri, og því er það brot á nátt-
úrulögtnáli hins almáttuga guðs.
Aftur á móti tel ég þau trúarbrögð, sem banna
ekkjum að giftast aftur, alt of ströng.
18. Það er heppilegast, að óskyldar persónur gift-
ist, til þess að ólíkt eðli geti sameinast. Aftur á móti
verður hjónaband skyldmenna til að eyðileggja ætt-
ina, því fremur, sem þau eru náskyldari. Það er þýð-
ingarlaust að vitna til Adams. Það ætti jafnvel að
banna systkinabörnum að giflast.
19. Að hafa fleiri konur en eina er að eyðileggja
sjálfan sig til lengdar. Að eins þá, er konan er óbyrja
eða fæðir engan son til viðhatds ættinni, getur það
verið rétl.
20. Ef ég hefði verið hygginn áður, þá hefði ég
ekki tekið neina konu úr ríki mínu í höll mína. Því
að þegnar mínir allir eiga að vera börn mín.
21. Konur Hindúa meta líf sitt lítils. Það er gam-
all siður, að þær láta af fúsum vilja brenna sig lif-
andi til að frelsa sálu manns síns. Það sýnir undar-
lega mynd af stærilæti karlmannanna, að þeir skuli
reyna að frelsa sjálfa sig með því að leggja líf kvenna
sinna í sölurnar.
23. Grimd er allsstaðar óleyfileg, en einkum hjá.
þjóðhöfðingja, sem á að stjórna heiminum. Þjóð-
höfðingja ber að forðast þetta fernt: dýraveiðar, spil,
áfengisnautn og frillulifnað.
Ymsir af mestu atburðamönnum við hirðina og í
ríkinu yfirleitt tóku þessa nýju trú. Þótt undarlegt
megi virðast, voru það flest Mahómets-menn. Það
verður eigi séð, að fleiri en einn af afburðamönnum
Hindúa hafi tekið nýju trúna; það var Radsja Bir
Bar. Hinir tryggu vinir Akbars, þeir Todar Mal og
Rana Singh, og fleiri Hindúar vildu það eigi. Þeir