Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Side 55
IÐUNN
Allsherjar-trúarbrögð.
49
kváðust vel geta orðið moslemítar, ef keisarinn byði
þeim þáð, en þessa nýju heimspeki kváðust þeir
ekki skilia.
Að eins nokkrir útvaldir náðu hinum hærri stigum
trúarbragðaflokksins.
Þessi trúarbrögð gengu ríkt eftir umburðarsemi,
höfðu engar trúarsetningar, enga trúboða, enga klerka-
stétt. En þetta, sem var hinum lifandi trúbræðrum
svo dýrmætt, varð orsök þess, að trúarbrögðin dóu
út að heita mátti með Akbar. Enginn var til, sem
tekið gat upp merki hinnar háleitu kenningar. Al-
þýðan skildi hana ekki. Aftur á móti skildi hún hina
takmarkalausu góðsemi Akbars. Hún gerði ekki grein-
armun á trú hans og honum sjálfum og tilbað hann
sem opinberun guðs. »Allahu Akbar« (þ. e. »guð er
mikill«) varð hjá lienni: »Akbar er guð«. Og enn í
dag liíir hann hjá þjóðinni sem verndarandi Ind-
lands.
Þá er Akbar var liðinn, hnignaði trúarbrögðunum;
flestir af trúbræðrunum voru látnir. Hinn grimmi
sonur Akbars, Dsjehangis (Selim keisari), var alger-
lega hlutlaus í trúarefnum, blátt áfram trúlaus. Hann
lét ýmsa helgisiði Akbars haldast, en skeytti lítt um
þá. Móðir hans var Hindúi, svo sem áður er getið.
Hann lifði nautnalífi. Djahan sonur hans var næsta
ólíkur honum. Vegna skeytingarleysis föður hans
lenti hann í höndum hinna áköfustu moslemíta.
Hann gerði íslam aftur að ríkiskirkju, með varúð
þó. Sonur hans, Aurangzeb, var vísindalega ment-
aður maður eins og fyrirrennarar hans, en hann var
alinn upp í hinni ströngustu Mahómetstrú. Hann
bannaði allar lislir, söng og sagnaritun sem ótilhlýði-
legt. Ilann var ofstækisfullur moslemíti og ofsótti þá,
sem aðra trú höfðu, með báli og brandi. Ríki hans
var víðlendara en ríki Akbars, en eftir hans löngu
stjórnartíð tók því að hnigna. Trúarákefð hans eyði-
Iðunn VI. 4