Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Side 59
JÐUNN
Einokunarverzlun Dana.
53
að áskilja sér fullan einokunarrétt á skattlandaverzl-
uninni, og voru hafðar strangar gætur á því, að
engir ræki verzlun til íslands eða Grænlands nema
þeir einir, er hefði konungsleyfi til. Náði það engu
siður til Islendinga en annara. Árið 1362 keyptu Ey-
firðingar ferju af Þverárstað og fóru á til Noregs,
þar á meðal Þorsteinn Eyjólfsson frá Urðum, sem
bæði var lögmaður og hirðstjóri hér á landi á næstu
árum. Tóku þeir Hálogaland, en Hreiðar darri, sem
eílaust hefir haft þar konungssýslu, greip alt samt,
skip og góz, og færði leikmenn fram lil konungs í
haldi. Árið 1374 fór Jón skalli Hólabiskup utan á
Maríubollanum, er hann hafði látið smíða, en þegar
til Noregs kom, kallaði konungur sér skipið. Þá er
og alkunn sagan af hrakningum Björns Jórsalafara
til Grænlands árið 1385 og rekistefnu þeirri, sem
varð úl af því í Noregi veturinn 1388—89. Var þar
kært á hendur þeim félögum, að þeir hefði siglt til
Grænlands »með réttu forakt, samþykki og vilja«,
rekið þar verzlun í óleyfi og keypt góz krónunnar
móti lögum, en þeir báru þetta af sér með eiði og
kváðusl að eins hafa siglt þangað í lífsnauðsyn.
Það er Ijóst af þessu, að verzlun til íslands og
annara skattlanda Noregskonungs var í lok 14. aldar
einskorðuð við Björgynjarbæ og alveg á konungs
valdi að ráðslaía henni eftir vild sinni, Ef konung-
arnir hefðu nú séð íslendingum fyrir nægum aðllutn-
ingum, eins og þeim bar skylda til eflir Gamla Sátt-
mála, þá liefði þetta verið sök sér. En það var öðru
nær. Á dögum Hákonar háleggs og við ríkistöku
Magnúsar Eiríkssonar (1319) var af íslendinga hálfu
kvartað yfir vanhöldum á siglingunum. Og ekki rætt-
ist betur úr eftir því sem lengra sótti fram, því á
14. öldinni ofanverðri er oft og einatt getið um sigl-
ingarskort og jafnvel algert siglingarleysi. í hyllingar-
bréfi íslendinga til Eiríks konungs frá Pommern árið