Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Síða 60
54
Jón J. Aðíls:
IÐUNN
1419 segir berum orðum, að réttarbætur geri svo ráð
fyrir, að 6 skip komi af Noregi árlega, en það hafi
lengi ekki verið haldið. Björgynjarmenn voru þá
orðnir svo þróttlausir af yfirgangi Hansakaupmanna,
að þeir gátu ekki haldið uppi siglingum svo neinu
næmi, en samt stóðu þeir fast á einkarétti sínum, og
það jafnvel löngu eftir að verzlunin var gengin þeim
úr greipum. Má því nærri geta, hvernig farið hefði
fyrir íslendingum, sem engan skipastól áttu, ef Eng-
lendingar og í*jóðverjar hefðu þá eigi tekið upp sigl-
ingar til íslands og haldið þeim áfram langa hríð
þvert ofan í öll konungsboð. ísland hefði þá vafa-
laust einangrast og ef til vill týnst og gleymst, eins
og fór fyrir íslendingabygðinni á Grænlandi. En að
svo varð eigi, áttu íslendingar fyrst og fremst þorsk-
inum að þakka, því það voru einkum fiskiveiðarnar
eða skreiðarverzlunin, sem freistaði útlenzkra þjóða
til að sigla hingað í trássi við konung og leita við-
skifta við landsmenn, þó að miklar refsingar lægi við
því að lögum.
Það er öll ástæða lil að ætla, að Englendingar eða
Bretar hafi fyrstir útlenzkra þjóða rekið fiskiveiðar
hér við land, enda var þeim hægast um vik, og
fiskiveiðarnar leiddu brátt til nánari viðskifta. Það
verður ekki sagt með fullri vissu, hve nær þeir hafi
fyrst tekið að venja komur sínar hingað, en í ís-
lenzkum heimildum er þeirra fyrst getið hér við land
árið 1412, og á næstu árum fóru þeir að reka tals-
verða verzlun við landsmenn. Var þá Björgynjar-
kaupmönnum nóg boðið, því enda þótt verzlun þeirra
væri orðin næsta þróttlitil, þá vildu þeir samt ekki
unna öðrum þjóðum hagnaðarins eða láta íslenzku
verzlunina með öllu ganga sér úr greipum. Munu
þeir hafa borið sig upp undan þessu við Eirík kon-
ung, því hann gerði þá sendimenn af sinni hálfu á
fund Englakonungs, og fengu þeir því áorkað, að