Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Síða 61
IÐUNN
Einokunarverzlun Dana.
55
Englakonungur bannaði þegnum sínum fiskiveiðar og
verzlun á íslandi framar en forn vandi stæði til. En
það mun lítt hafa stoðað, því annálar geta mjög oft
Englendinga hér við land um þessar mundir, og í
hyllingarbréfi sínu til Eiríks konungs 1419 kannast
íslendingar skýlaust við, að þeir hafi vegna siglinga-
leysis af Noregi neyðst til að kaupa við útlenda
menn, sem hingað hafi siglt og með friði farið og
réttum kaupskap. Og upp frá þessu héldu Englend-
ingar áfram verzlun sinni hér á landi hvað sem hver
sagði. Þegar konungsmenn reyndu að aftra verzlun
þeirra, færðust Englendingar í aukana og gripu þá
oft til rána og annara ofbeldisverka. Gerðust einkum
mikil brögð að því á árunum 1420—1425, því þá
fóru Englendingar með ránum og hernaði víða um
land, settust í Vestmannaeyjar og gerðu sér þar hús
og virki, og þegar hirðstjórarnir Hannes Pálsson og
Baltazar sóttu þangað með flokk manna til að stökkva
þeim á brott, fóru svo leikar með þeim, að Englend-
ingar tóku þá báða höndum og fluttu með sér til
Englands (1425). Gekk svo jafnan annað veifið alla
ríkisstjórnartíð þeirra Eiríks frá Pommern og Kristó-
fers frá Bæjaralandi, og er það varla ofmælt, að hin
óeðlilega og skammsýna verzlunarstefna þeirra kon-
unganna hafi valdið mestu um óspektir þær og yfir-
gang, sem Englendingar gerðu sig bera að hér á landi,
því ekki er annars getið en að alt færi skaplega með
Englendingum og íslendingum, þegar þeir áttust einir
við án allrar íhlutunar af hálfu konungs eða valds-
manna, enda var íslendingum það hin mesta lífs-
nauðsyn, að viðskiftin héldist átölulaust, því að öðr-
um kosti var þeim háski búinn af siglingarleysi. Það
orð Iék og á seinna, að íslendingar hefði fengið betri
kaup hjá Englendingum en hjá nokkurri annari þjóð,
og kaupsetning ein milli Englendinga og íslendinga
i Vestmannaeyjum nál. 1420 ber það með sér, að