Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 63
IÐUNN
Einokunarverzlun Dana.
57
voru' flestir frá Hamborg, og höfðu þeir löngu fyr en
hér var komið sögunni stofnað með sér félag og fóst-
bræðralag (íslandsfarafélagið). Hamborgarar höfðu
aðalstöðvar sínar í Hafnarfirði og reistu þar kirkju
og höfðu með sér þýzkan prest. Aftur á móti höfðu
Brimarar bækistöð sína vestur á Snæfellsnesi, á Búð-
um og í Kumbaravogi. En auk þeirra tóku einnig
kaupmenn frá Lybiku, Rostoek, Wismar, Danzig,
Stralsund og jafnvel Liineborg annað veifið þátt í
verzluninni.
í verzlunarleyfum útlenzkra kaupmanna hér á landi
var jafnan gert ráð fyrir því, að þeir hefði eigi vetr-
arsetu, því bæði voru konungarnir smeykir um, að
það kynni að verða til þess, að ísland gengi undan
krúnunni, og svo þóttust landsmenn sjálfir verða
fyrir ýmsum óþægindum og átroðningi af vetrarsetu-
mönnunum. Konungarnir gerðu sér því enn meira
far um að sporna við vetrarsetum en verzlun, og
bönnuðu þær þráfaldlega, þó að verzlunin væri leyfð
eða látin viðgangast. En það reyndist þó jafnan örð-
ugt að sporna við þessu. Regar á fyrri hluta 15. aldar
gerðu Englendingar sig heimakomna að þessu leyti,
og Þjóðverjar fetuðu að sjálfsögðu í fótspor þeirra
seinna meir. Létu þeir sér eigi nægja, að verzla hér
á sumrum varningi sínum, heldur sátu hér einnig á
vetrum og seldu þá eigi að eins það, sem eftir var
af varningnum, heldur tóku sér jarðir við sjóinn og
höfðu þar fiskiútveg, en fengu islenzka menn til að
róa fyrir sig. Þetta spilti fyrir bændum, bæði að fá
vinnuhjú og háseta, og bönnuðu því íslendingar sjálfir
þessar vetrarsetur. Segir í hyllingarbréfi íslendinga
hinu síðara til Eiríks konungs frá Pommern (1431),
að það hafi verið samþykt, að engir útlenzkir menn
skyldu hér á landi vera upp frá Mariumessu síðari
(8. sepl.), utan þeir hefði konungsbréf fyrir sér, »en
sérstaklega Enskir og Pýzkir skyldu hér enga vetur-