Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Síða 64
58
Jón J. Aðils:
IÐUNN
setu hafa og engan kaupskap framar en forn vandi
hefir til verið«. En vetrarseturnar héldust engu að
síður landsmönnum til baga. Árið 1480 var klagað
á alþingi af öllu landinu yfir þessum vetrarsetum út-
lendinga, og leizt bæði lögmönnum og öðrum horfa
til stórtjóns, ef eigi væri að gert, »sakir þess að þeir
halda hér hús og garða við sjóinn og lokka svo til
sín þjónustufólkið, að bændurnir fá ekki sina garða
upp unnið eða neina útvegu haft, þá er þeim eða
landinu megi til nytja verða«. Var því gerð lögréttu-
samþykt um að banna þetta, og var það ítrekað með
Piningsdómi 1490 og með sérstakri skuldbindingu í
verzlunarsamningi þeim, er íslendingar gerðu við
Þjóðverja og Englendinga árið 1527. En það kom alt
fyrir ekki, því kaupmenn sáu ráð til að smeygja sér
undan ákvæðinu. Þeir fengu íslendinga til að róa
fyrir sig og létu heita, að landsmenn sjálfir ætti
skipin, og fóru á þann hátt í kring um lögin og
samningana. Höfðu Þjóðverjar, einkum Hamborgarar,
mikinn útveg á Suðurnesjum, og gengu þaðan milli
40 og 50 skip, sem þeir áttu að mestu eða öllu leyti;
en auk þess áttu þeir víst einhverja hlutdeild í fleiri
skipum í samlögum við íslendinga. Var þá Kristjáni
III. nóg boðið, og fal hann hirðstjóra sínum Otta
Stígssyni að koma í veg fyrir þetta. Gerði hann sér
lítið fyrir og lét taka alla fiskibáta Þjóðverja á Suð-
urnesjum sumarið 1543 og dæma konungi til handa.
Voru þeir að sögn 45 að tölu. Hamborgarar þóttust
grátt leiknir og kærðu mál sitt fyrir konungi. Varð
sú niðurstaðan, að málinu skyldi vísað til alþingis á
ný, en aðgerðir hirðstjórans voru þar staðfestar með
svo nefndum Skipadómi 30. júní 1545.
Með þessum ráðstöfunum var endi bundinn á út-
gerð og vetrarsetu Þjóðverja hér á landi, eða fyrir
það girt að mestu, og voru bátarnir siðan lengi fram
eftir öldum gerðir út af konungi sjálfum (konungs-