Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Side 66
60
Jón J. Aðils:
IÐUNN
sköttum og skyldum til 10 ára. Skyldu þeir annast
siglingar til íslands og láta skipin ganga frá Kaup-
mannahöfn. Áttu þeir að hafa umboðsmann á ís-
landi til eftirlits og stjórnar, og var honum jafnframt
falið hirðstjórnarvald yfir landinu. Það var Lauren-
zius Múli, sem hlaut þessa tign, enda átti hann
sjálfur sæti í bæjarstjórninni í Kaupmannahöfn og
var því jafnt hinum við þetta fyrirtæki riðinn. Með
þessum ráðstöfunum hugðist konungur að tryggja
þegnum sínum sem bezta aðstöðu í verzlunarsam-
kepninni, meðan þeir væri að koma fótum undir sig,
því hann sá sér ekki fært að útiloka Þjóðverja alveg
að svo stöddu. En það kom brátt í Ijós, að Danir
höfðu eigi bolmagn á við Hansakaupmenn, enda
færðust Pjóðverjar nú í aukana og gerðust uppi-
vöðslumeiri en áður, eftir að Otti Stígsson Jét af
hirðstjórninni. Varð nú um hríð heldur agasamt hér
á landi, því annars vegar hófst Jón biskup Arason
og synir hans handa og skipuðu landsmálum að
vild sinni, en hins vegar léku Þjóðverjar svo við
Múla og Dani hér syðra næstu árin (1548—1550),
að engum lögum varð yfir þá komið. Urðu Danir
að hröklast frá verzluninni eftir nokkur ár við lít-
inn orðstír, og tjáði eigi, þótt konungur reyndi á
allar lundir að hlynna að útgerð þeirra.
A dögum Friðriks II. var sú stefna tekin í verzl-
unarmálunum, að leigja ákveðnum kaujnnönnum ein-
stakar hafnir á íslandi til fárra ára í senn, og mun
konungur að jafnaði hafa fylgt þeirri venju, að láta
þann sitja fyrir, sem bauð hæsta leigu, hver sem
hann var. Af þessu leiddi, að kapp mikið varð um
íslenzku hafnirnar á seinni hluta 16. aldar, og bar
það jafnvel ekki svo sjaldan við, að stórhöfðingjar
erlendis slægðust eftir íslenzkum höfnum. En mest
var þó kappið í Hansaborgunum þýzku, og varð oft
og einatt misklíð þeirra í milli út af verzlunarhöfn-