Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 76
70
Jón J. Aðils:
IÐUNN
júní árið eftir. Hafði þá einokunin í þrengri merk-
ingu staðið liér á landi í 186 ár. —
því miður vinst mér ekki tími til að gera grein
fyrir einstökum hliðum á einokunarverzluninni eða
athuga til hlítar áhrif hennar á hagi lands og þjóðar.
En það hlýðir þó varla að skiljast svo við þetta mál,
að eigi sé lítið eitt á það drepið.
Pað var upphaflega fyrst og fremsl í þágu Dana
alment, og Kaupmannahafnarbúa sér í lagi, að Krist-
ján IV. einokaði íslenzku verzlunina, og ef vér lítum
á hana frá því sjónarmiði, þá er sízt að furða, þólt
Danir hefði mætur á henni og héldi fast við hana í
lengstu lög. Það er alveg óefað, að þessi ráðstöfun
konungs átli drjúgan þátt í vexti og viðgangi höfuð-
staðarins, enda var islenzka verzlunin löngum talin
eitt af helztu hnossum Kaupmannahafnar. Kemur það
oft og ótvírætt í ljós bæði hjá kaupmönnum sjálfum
og öðrum hlutaðeigandi mönnum í Kaupmannahöfn,
ekki sízt þegar einhver hætta var á því, að aðrir
fengi hlutdeild i verzluninni. Arið 1645 var að því
komið, að konungur í fjárkröggum sinum seldi Ham-
borgurum islenzku verzlunina á leigu i nokkur ár
gegn því, að þeir lánuðu honum 4 eða 5 tunnur
gulls. En íslenzku kaupmennirnir báru sig svo illa
út af því, að konungur sá sér ekki annað fært en
að hverfa aftur frá því ráði. Kváðu þeir það ómet-
anlegt tjón, eigi að eins fyrir sig, heldur og fyrir
alla Kaupmannahafnarbúa, ef svo skyldi fara, að ís-
lenzka verzlunin gengi þeim úr greipum, því allur
þorri borgarbúa hefði að einhverju leyti arð og at-
vinnu af henni. Hið sama varð uppi á teningnum,
þegar mestur glundroðinn varð á siglingunum til ís-
lands í kring um 1660, og konungur fór að slaka
ofurlítið á einokunarfjölrunum til þess að tryggja ís-
lendingum aðllutninga. Reis þá eigi að eins íslenzka
verzlunarfélagið upp til handa og fóta til þess að