Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Blaðsíða 77
ilÐUNN
Einokunarverzlun Dana.
71
afstýra þessum voða, lieldur einnig sjómannastéttin
og bæjarstjórnin í Kaupmannahöfn. Voru allir á einu
máli um það, að það væri ómetanlegt tjón fyrir ríkið
í heild sinni, ef þessi verzlun gengi þeim úr greipum,
og mundi á fáum árum valda miklu hruni í Iíaup-
mannahöfn, því það væri eigi að eins sjálíir hlut-
hafar íslenzka verzlunarfélagsins, sem nyti arðs og
uppeldis af lienni, heldur einnig sjómenn, verzlunar-
þjónar, vinnufólk og atvinnurekendur svo hundruðum
skifti. Bæði konungur og ríkisstjórnin könnuðusl af-
drátlarlaust við það, að islenzka verzlunin væri næsta
mikilvæg fyrir Kaupmannahöfn og ríkið í heild sinni.
í kgsbr. 16. júlí 1687 er það sagt berum orðum, að
islenzka og færeyska verzlunin hafi jafnan verið ein
af aðalmáttarstoðunum undir verzlun og velmegun
höfuðstaðarins, því múgur manns hafi arð og atvinnu
af henni, og þegar ófriðurinn mikli við Svía stóð sem
liæst (1711), lét stjórnin þess getið í bréli til konungs,
að svo mikið ylti á islenzku verzluninni, að eigi kæmi
annað til mála en að halda lífinu í henni þrátl fyrir
alla örðugleika. Við sama tóninn kveður í bréfum
stiftamtmanna til konungs og stjórnarinnar. Þannig
kallar Raben sliflamtmaður ísland í einu af bréfum
sínurn »nægtabúr Kaupmannahafnar«, og nokkrum
árum síðar létu íslenzku kaupmennirnir þá skoðun
i ljós, að íslenzka verzlunin væri mest um
varðandi af öllum verzlunargreinum í Ivaup-
mannahöfn. Löngu seinna (1781) fullyrðir Bech
jústizráð, sem veitti konungsverzluninni forstöðu,» að
islenzka verzlunin hafi að fornu fari lagt grundvöll-
inn undir verzlun og siglingar Kaupmannahafnarbúa
og megi þá enn teljast mjög mikilvæg eigi að eins
fyrir Ivaupmannahöfn, heldur og fyrir alt ríkið.
Þegar litið er á einokunarverzlunina frá sjónarmiði
konungs og stjórnar, liggur næst að alhuga fjárhags-
hliðina eða tekjur konungs af verzluninni, því vafa-