Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1920, Page 78
72
Jón J. Aðils:
ÍÐUNN
laust hefir það eitt með öðru vakað fyrir Kristjáni
IV., er hann einokaði íslenzku verzlunina, að tryggja
konungsfjárhirzlunni sem mestar og öruggastar tekjur
af henni. Áður hafði það tiðkast að krefja hafnar-
tolla af þeim kaupmönnum, er fengið höfðu konungs-
leyíi til að verzla á íslandi, og var það einn Portú-
galspeningur (nál. 17 rd.) af hverju skipi. En heimt-
urnar urðu ærið misjafnar, og heíir það sjálfsagl eitt
með öðru ýtt undir konung að Iryggja þegnum sínum
verzlunina, því þá gat hann gengið að afgjaldinu
visu á einum stað. Hefir afgjald einokunarkaupmanna
sýnilega verið sniðið eftir hafnatollinum eða skipa-
tollinum, sem áður hafði tíðkast, en þó verið með
vægara móti í fyrstu eða 16 gamlir dalir af hverri
höfn. En þetta stóð þó ekki lengur en til 1619, því
þá hækkaði afgjaldið og fór síhækkandi úr því,
einkum eftir að umdæmaverzlunin hófst, þangað til
1706, að það var komið upp í 20190 rd. af öllum
höfnunum, og hélzt það til 1715. Fór það síðan rén-
andi og komst að lokum niður í 7000 rd. á dögum
Almenna verzlunarfélagsins. Hafði enginn af Dana-
konungum verið jafnýtinn og eftirgangssamur í af-
gjaldskröfunum sem Friðrik IV., enda átti hann oft
í vök að verjast og þurfti á öllu sínu að halda í
Norðurlandaófriðnum mikla. Voru þó kaupmenn afar-
illa settir um þær mundir og sóttu hver af öðrum
um eftirgjöf. Fékst það oft og einatt, en þó að jafn-
aði með ærnum eftirtölum, enda skertust tekjur kon-
ungs af verzluninni eigi alllítið við þessar tilslakanir
bæði fyr og síðar. Ef öll kurl hefðu komið til grafar,
hefði afgjaldið í konungssjóð af einokunarverzluninni
frá 1602—1787 átt að nema 1,489,920 rd., en af því
voru á ýmsum tímum eftir gefnir 130,443 rd., svo
að beinar tekjur konungs af verzluninni námu eigi
nema 1,359,477 rd. á þessum 186 árum, sem einok-
unin slóð. Má það eigi teljast ýkjamikið á svo löngum